Ekki tryggur meirihluti á bakvið virkjanatillögur formanns atvinnuveganefndar Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 18:30 Umhverfisráðherra mun að öllum líkindum ekki styðja tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um nýja virkjanakosti óbreytta. Tillagan gengur út á að bæta fjórum virkjanakostum við þann eina kost sem fyrrverandi umhverfisráðherra lagði til að færi í nýtingarflokk. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lagði fram þingsályktun fyrir áramót um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk og byggði tillöguna á niðurstöðum verkefnisstjórnar um verndun og nýtingu landssvæða. Meirihluti atvinnuveganefndar leggur hins vegar til breytingartillögu um fjóra virkjanakosti til viðbótar. Það eru Holta- og Urriðafossvirkjanir í Þjórsá ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun. Málið kom til síðari umræðu á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan gerði sitt til að reyna að fá málið tekið út af dagskrá Alþingis í dag en dagskrártillaga hennar var felld. Hins vegar er alveg ljóst að þingmenn stjórnarandstöðunnar munu taka sinn tíma til að ræða þetta á þeim aðeins níu þingfundardögum sem eftir eru á vorþinginu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar „jafn klikkaða og jafn fráleita og ef menn ætluðu sér að virkja Gullfoss.“ Aðrir fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng. „Þessi breytingartillaga er ígildi þess að koma bara með sundurlindisfjandann hérna inn í þingsal. Sýna okkur hann bara. Hún hittir beint inn í kviku einhverra erfiðustu deilumála sem þessi þjóð hefur átt í,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ekki sátt við breytingartillögu atvinnuveganefndar. „Nei ekki að öllu leyti. Ég hef margsinnis sagt það hér á þingi að ég met störf verkefnisstjórnar mjög mikils og vil að hún fái að starfa í friði,“ sagði Sigrún í viðtali við Stöð 2. Hún hefði viljað halda sig við tillögu fyrrverandi ráðherra um Hvammsvirkjun en hún virði rétt þingmanna og nefnda til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. Sjálfri hefði henni ekki þótt óeðlilegt þótt einnig væri lagt til að setja alla þrjá virkjanakostina í Þjórsá í nýtingarflokk þar sem verkefnastjórn hefði lagt það til á síðasta kjörtímabili. „Ég get ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun. Mér finnst að hún þurfi frekari rannsókna við,“ segir Sigrún. Það sama eigi við um Skrokköldu. „Ég ætla ekki að segja hvernig ég greiði atkvæði. Það mun koma í ljós. Ég er að segja það að mér finnst að Hagavatnsvirkjun þarfnist frekari rannsókna,“ ítrekar umhverfisráðherra þegar hún er spurð um stuðning sinn við tillöguna.Þannig að það má eiginlega draga þá ályktun að þú viljir hana út?„Já, já ef menn vilja draga ályktanir af orðum mínum, þá gerir það hver fyrir sig,“ segir Sigrún. Henni þætti gott ef verkefnisstjórninni yrði gefið ráðrúm til að vinna að virkjana- og verndartillögum í um eitt og hálft ár. „Mikið þætti mér gaman ef það væri þannig skilvinda í gangi að ég fengi þrjá til fimm kosti sem mér ber að vernda og maður setti vinnu í gang og gerði það. Síðan kannski þrjá kosti sem færu áfram í virkjun og síðan biði hitt frekari rannsókna. Þannig hef ég litið á að ramminn eigi að virka,“ segir Sigrún og vísar þar til laga um rammaáætlun um vernd og virkjun svæða. Alþingi Tengdar fréttir Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Umhverfisráðherra mun að öllum líkindum ekki styðja tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um nýja virkjanakosti óbreytta. Tillagan gengur út á að bæta fjórum virkjanakostum við þann eina kost sem fyrrverandi umhverfisráðherra lagði til að færi í nýtingarflokk. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lagði fram þingsályktun fyrir áramót um að Hvammsvirkjun í Þjórsá yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk og byggði tillöguna á niðurstöðum verkefnisstjórnar um verndun og nýtingu landssvæða. Meirihluti atvinnuveganefndar leggur hins vegar til breytingartillögu um fjóra virkjanakosti til viðbótar. Það eru Holta- og Urriðafossvirkjanir í Þjórsá ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun. Málið kom til síðari umræðu á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan gerði sitt til að reyna að fá málið tekið út af dagskrá Alþingis í dag en dagskrártillaga hennar var felld. Hins vegar er alveg ljóst að þingmenn stjórnarandstöðunnar munu taka sinn tíma til að ræða þetta á þeim aðeins níu þingfundardögum sem eftir eru á vorþinginu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar „jafn klikkaða og jafn fráleita og ef menn ætluðu sér að virkja Gullfoss.“ Aðrir fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng. „Þessi breytingartillaga er ígildi þess að koma bara með sundurlindisfjandann hérna inn í þingsal. Sýna okkur hann bara. Hún hittir beint inn í kviku einhverra erfiðustu deilumála sem þessi þjóð hefur átt í,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ekki sátt við breytingartillögu atvinnuveganefndar. „Nei ekki að öllu leyti. Ég hef margsinnis sagt það hér á þingi að ég met störf verkefnisstjórnar mjög mikils og vil að hún fái að starfa í friði,“ sagði Sigrún í viðtali við Stöð 2. Hún hefði viljað halda sig við tillögu fyrrverandi ráðherra um Hvammsvirkjun en hún virði rétt þingmanna og nefnda til að leggja fram breytingartillögur við þingmál. Sjálfri hefði henni ekki þótt óeðlilegt þótt einnig væri lagt til að setja alla þrjá virkjanakostina í Þjórsá í nýtingarflokk þar sem verkefnastjórn hefði lagt það til á síðasta kjörtímabili. „Ég get ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun. Mér finnst að hún þurfi frekari rannsókna við,“ segir Sigrún. Það sama eigi við um Skrokköldu. „Ég ætla ekki að segja hvernig ég greiði atkvæði. Það mun koma í ljós. Ég er að segja það að mér finnst að Hagavatnsvirkjun þarfnist frekari rannsókna,“ ítrekar umhverfisráðherra þegar hún er spurð um stuðning sinn við tillöguna.Þannig að það má eiginlega draga þá ályktun að þú viljir hana út?„Já, já ef menn vilja draga ályktanir af orðum mínum, þá gerir það hver fyrir sig,“ segir Sigrún. Henni þætti gott ef verkefnisstjórninni yrði gefið ráðrúm til að vinna að virkjana- og verndartillögum í um eitt og hálft ár. „Mikið þætti mér gaman ef það væri þannig skilvinda í gangi að ég fengi þrjá til fimm kosti sem mér ber að vernda og maður setti vinnu í gang og gerði það. Síðan kannski þrjá kosti sem færu áfram í virkjun og síðan biði hitt frekari rannsókna. Þannig hef ég litið á að ramminn eigi að virka,“ segir Sigrún og vísar þar til laga um rammaáætlun um vernd og virkjun svæða.
Alþingi Tengdar fréttir Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39 Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Meirihluti atvinnuveganefndar sakaður um að leggja til að Alþingi brjóti lög 17. mars 2015 19:39
Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor. 29. mars 2015 19:04