Stóryrt umræða á Alþingi um virkjanakosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 20:13 Hart var tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar á Alþingi í dag um að fjölga virkjanakostum úr einum í fimm. Stór orð hafa fallið í umræðunni sem ekki sér fyrir endann á eftir tveggja daga þref. Allsendis óvíst er hvort tillaga meirihluta atvinnuveganefndar nýtur þingmeirihluta á Alþingi. En Sigrún Magnúsdóttir hefur sett fram efasemdir um tillöguna. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í umræðunni „að álit einhvers ráðherra skipti ekki máli“ og var í framhaldi þess sakaður um kvenfyrirlitningu á þinginu í dag. „Þannig að virðulegur forseti, það eina sem gengur við þessar kringumstæður er að draga breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar til baka og hefja hér umræðu um önnur mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar tók undir þetta. „Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar lögleysu,“ sagði hann. Og Róbert Marshall flokksbróðir hans spurði Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins: „Er stuðningur við hæstvirtan umhverfisráðherra í þingflokki Framsóknarflokksins? Ég skora á háttvirtan þingmann að gefa merki um það hver staðan er í þessu,“ sagði Róbert. „ummæli háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar hér í gær, sem lýstu eins og hér hefur réttilega komið fram kvenfyrirlitningu í garð hæstvirts umhverfisráðherra og líka stækri fyrirlitningu í garð samstarfsflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Þegar háttvirtur þingmaður, formaður Samfylkingarinnar, kemur hér upp og sakar mig um að hafa verið með kvenfyrirlitningu í þessu máli finnst mér of langt gengið. Að ég hafi verið með einhverja kvenfyrirlitningu (frammíkall) og hér tekur háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar undir það. Þetta er kannski í samræmi við hin nýju stjórnmál sem þessir flokkar boða,“ spurði Jón Gunnarsson. Umræðan um þetta mikla deilumál stóð fram á miðnætti í gær og tók meira og minna allan fundartíma Alþingis í dag. Það er algerlega ómögulegt að segja hvenær þessari umræðu líkur á þeim örfáu þingfundardögum sem eftir eru á vorþingi en næsti þingfundur er á föstudag. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Hart var tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar á Alþingi í dag um að fjölga virkjanakostum úr einum í fimm. Stór orð hafa fallið í umræðunni sem ekki sér fyrir endann á eftir tveggja daga þref. Allsendis óvíst er hvort tillaga meirihluta atvinnuveganefndar nýtur þingmeirihluta á Alþingi. En Sigrún Magnúsdóttir hefur sett fram efasemdir um tillöguna. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í umræðunni „að álit einhvers ráðherra skipti ekki máli“ og var í framhaldi þess sakaður um kvenfyrirlitningu á þinginu í dag. „Þannig að virðulegur forseti, það eina sem gengur við þessar kringumstæður er að draga breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar til baka og hefja hér umræðu um önnur mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar tók undir þetta. „Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar lögleysu,“ sagði hann. Og Róbert Marshall flokksbróðir hans spurði Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins: „Er stuðningur við hæstvirtan umhverfisráðherra í þingflokki Framsóknarflokksins? Ég skora á háttvirtan þingmann að gefa merki um það hver staðan er í þessu,“ sagði Róbert. „ummæli háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar hér í gær, sem lýstu eins og hér hefur réttilega komið fram kvenfyrirlitningu í garð hæstvirts umhverfisráðherra og líka stækri fyrirlitningu í garð samstarfsflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Þegar háttvirtur þingmaður, formaður Samfylkingarinnar, kemur hér upp og sakar mig um að hafa verið með kvenfyrirlitningu í þessu máli finnst mér of langt gengið. Að ég hafi verið með einhverja kvenfyrirlitningu (frammíkall) og hér tekur háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar undir það. Þetta er kannski í samræmi við hin nýju stjórnmál sem þessir flokkar boða,“ spurði Jón Gunnarsson. Umræðan um þetta mikla deilumál stóð fram á miðnætti í gær og tók meira og minna allan fundartíma Alþingis í dag. Það er algerlega ómögulegt að segja hvenær þessari umræðu líkur á þeim örfáu þingfundardögum sem eftir eru á vorþingi en næsti þingfundur er á föstudag.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira