„Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2025 12:46 Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti. vísir Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til einhvers konar ráðstafana enda umfang og eðli tollanna óþekkt. Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“ Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Greint var frá því í gær að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en formlegt samtal EES-ríkja við Evrópusambandið varðandi tollanna mun nú fara í hönd þegar að tillaga hefur verið lögð fram. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kísiljárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða gífurlega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. „Of snemmt til að tala í fyrirsögnum“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega og fá fram nákvæmlega í hverju þessar aðgerðir felast. Tímalengdin, umfangið og svo framvegis. Ég held að það sé of snemmt til að tala í fyrirsögnum.“ Þetta segir Dóra Sif Tynes, sérfræðingur í Evrópurétti, spurð um yfirvofandi tolla. Hún bendir á að þó að það sé almennt óheimilt að leggja nýja tolla á innflutning og útflutning samkvæmt EES-samningnum sé undanþága til staðar. „Hins vegar felur samningurinn líka í sér heimild samningsaðila til að grípa til svokallaðra öryggisráðstafana við sérstakar aðstæður. Það er til dæmis samkvæmt 112. grein samningsins og það er ákvæði sem við beittum til dæmis þegar að við lögðum á gjaldeyrishöft,“ segir hún og vísar til gjaldheyrishafta sem Ísland lagði á í kjölfar efnahagshrunsins. Þurfi að gæta jafnræðis Aðspurð kveðst Dóra ekki muna eftir dæmi um að ESB nýti umrætt undanþáguákvæði. Hún segir óljóst með hvaða hætti sé hægt að bregðast við verði tollarnir að veruleika. „Það er rétt kannski að hafa það í huga að EES samningurinn nær ekki til tollabandalags Evrópusambandsins. Evrópusambandið er með tollabandalag og sameiginlega viðskiptastefnu. Þau svið falla ekki undir EES-samninginn. Það er í raun og veru útfærsluatriði hvort að það séu einhverjar ráðstafanir sem hægt er grípa til til að koma til móts við þessa sérstöku tolla sem við vitum ekki enn þá umfangið eða eðlið á.“ Spurð hvers vegna Evrópusambandið beini spjótum sínum að Íslandi og Noregi þegar að stærstur hluti framleiðslu á kísilmálmum fari fram í Kína segir Dóra: „Samkvæmt almennum reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar þá eru almenn ákvæði um að gæta jafnræðis. Menn gætu verið að horfa á það þannig að út frá öðrum fríverslunarsamningum sem ESB hefur gert þá sé erfitt fyrir þá að sleppa bara þessum tveimur löndum.“
Evrópusambandið EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira