Skúli Jón: Maður fær eitthvað auka með KR geninu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2015 09:30 „Mér líst mjög vel á þetta. Það er búinn að vera stígandi í þessu og síðan ég kom í febrúar hefur bæst í hópinn. Maður finnur mun á liðinu með hverri viku og nú er þetta orðið mjög flott.“ Þetta segir Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, við Vísi, en Fréttablaðið og Vísir spáir bikarmeisturunum öðru sæti á eftir FH í Pepsi-deildinni. KR-liðið byrjaði undirbúningstímabilið ekki vel en leikur þess hefur verið að skána. „Það er kominn fínn taktur í þetta. Við þurfum kannski að vera beinskeittari, en rólegri á síðasta þriðjungnum. Varnarleikurinn var almennt var góður og spilið fínt þannig þetta var eins og það á að vera viku fyrir mót,“ sagði Skúli Jón um leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ. „Það segir sitt að við misstum fullt af mönnum og fengum marga nýja. Það eru líka komnir nýir þjálfarar. Auðvitað er erfitt að ætla byrja frábærlega með nýjan mannskap. Liðið þarf tíma en ég er alveg tilbúinn að tapa í febrúar ef við vinnum í júlí.“ Bjarni Guðjónsson er tekinn við KR og Guðmundur Benediktsson honum til aðstoðar, en báðir eru miklir KR-ingar. Hvorugir hafa þó mikla reynslu sem aðalþjálfarar. „Það skiptir máli fyrir KR og fyrir félagið að vera með KR-inga innanborðs. Klárlega hjálpar það til þegar þjálfararnir eru grjótharðir KR-ingar. Það er eitthvað auka sem menn eru með, en það er erfitt að útskýra það. Það er eitthvað KR gen sem menn fá í uppvextinum og það gefur eitthvað auka,“ segir Skúli Jón. Miðvörðurinn er að snúa aftur úr atvinnumennsku og kveðst spenntur fyrir deildinni sem hann segir betri en hann mundi. „Það eru meiri gæði en mann minnti. Manni hættir til að vanmeta deildina. Þegar maður var úti heyrði maður umtalið og það líta allir niður á Íslendinga þannig þó ég hafi spilað í þessari deild í sjö ár þá var ég samt á því að gæðin væru ekkert sérstök,“ segir Skúli Jón. „Síðan kemur maður til baka og sér bara hörku leikmenn og liðin sækja aðra hörku leikmenn í efstu deildir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er alvöru deild þannig það er ekkert að því að koma hingað heim,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta. Það er búinn að vera stígandi í þessu og síðan ég kom í febrúar hefur bæst í hópinn. Maður finnur mun á liðinu með hverri viku og nú er þetta orðið mjög flott.“ Þetta segir Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR, við Vísi, en Fréttablaðið og Vísir spáir bikarmeisturunum öðru sæti á eftir FH í Pepsi-deildinni. KR-liðið byrjaði undirbúningstímabilið ekki vel en leikur þess hefur verið að skána. „Það er kominn fínn taktur í þetta. Við þurfum kannski að vera beinskeittari, en rólegri á síðasta þriðjungnum. Varnarleikurinn var almennt var góður og spilið fínt þannig þetta var eins og það á að vera viku fyrir mót,“ sagði Skúli Jón um leikinn gegn Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ. „Það segir sitt að við misstum fullt af mönnum og fengum marga nýja. Það eru líka komnir nýir þjálfarar. Auðvitað er erfitt að ætla byrja frábærlega með nýjan mannskap. Liðið þarf tíma en ég er alveg tilbúinn að tapa í febrúar ef við vinnum í júlí.“ Bjarni Guðjónsson er tekinn við KR og Guðmundur Benediktsson honum til aðstoðar, en báðir eru miklir KR-ingar. Hvorugir hafa þó mikla reynslu sem aðalþjálfarar. „Það skiptir máli fyrir KR og fyrir félagið að vera með KR-inga innanborðs. Klárlega hjálpar það til þegar þjálfararnir eru grjótharðir KR-ingar. Það er eitthvað auka sem menn eru með, en það er erfitt að útskýra það. Það er eitthvað KR gen sem menn fá í uppvextinum og það gefur eitthvað auka,“ segir Skúli Jón. Miðvörðurinn er að snúa aftur úr atvinnumennsku og kveðst spenntur fyrir deildinni sem hann segir betri en hann mundi. „Það eru meiri gæði en mann minnti. Manni hættir til að vanmeta deildina. Þegar maður var úti heyrði maður umtalið og það líta allir niður á Íslendinga þannig þó ég hafi spilað í þessari deild í sjö ár þá var ég samt á því að gæðin væru ekkert sérstök,“ segir Skúli Jón. „Síðan kemur maður til baka og sér bara hörku leikmenn og liðin sækja aðra hörku leikmenn í efstu deildir Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er alvöru deild þannig það er ekkert að því að koma hingað heim,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00