Útrýming blasir við 16% tegunda Jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. maí 2015 19:41 Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka. Loftslagsmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.
Loftslagsmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira