Sjötti aldauði jarðar af mannavöldum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2014 16:59 Helsta ógnin er hvarf kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrif loftslagsbreytinga og ofveiða gætir þegar. VÍSIR/GETTY Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir ef marka má niðurstöður byltingarkenndrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Science í vikunni. Í rannsókninni er ekki horft til fjölda tegund sem hverfa heldur sjálfa dánartíðnina. Fyrir tæpum fimmtán árum áætlaði sami hópur vísindamanna að þessi tíðni væri 0.1. Nýjar upplýsingar gefa til kynna að þessi tíðni sé 10. Þetta þýðir að plöntu- og dýrategundir hverfa úr vistkerfum jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerðu áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.Stuart Pimm, líffræðingur.VÍSIR/DUKEStjórnandi rannsóknarinnar er Stuart Pimm, víðfrægur líffræðingur og sérfræðingur í kennilegri vistfræði. „Við erum á barmi sjötta aldauða jarðar,” segir Pimm í athugasemdakafla rannsóknarinnar. “Hvernig við stemmum stigu við þessari þróun veltur á gjörðum okkar.” Pimm ítrekar að helsta ógnin sé eyðing kjörlendis vegna skógarhöggs og landbúnaðar. Áhrifa loftslagsbreytinga og ofveiða gæti þegar. Ekki er öll von úti. Pimm ítrekar að tækniframfarir mannkyns á öllum sviðum - þá sérstaklega í upplýsingatækni - bjóði upp á gríðarlega öflugt eftirlit með tegundum í hættu. Að óbreyttu sé þetta eina sóknarfæri mannsins þegar verndun lífríkis er annars vegar. Pimm vísar til fimm meiriháttar breytinga í lífríki jarðar sem hafa orsakað fjöldaútdauða tegunda.Fjöldaútdauði. Tölur á X-ás eru milljónir ára. Á Y-ás er að finna áætlaða prósentu útdauða, ekki heildartölu.VÍSIR/WIKIPEDIASá fyrsti átti sér stað fyrir 450-440 milljón árum þegar 60% hryggleysingja þurrkaðist út á stuttum tíma. Tvær ástæður koma til greina. Annars vegar gammageislun sem skall á jörðinni og hins vegar gríðarmiklar eldhræringar. Hundrað milljón árum síðar hurfu 50% ættkvísla á löngu tímabili. Þessi útdauði átti sér stað fyrir 375 til 360 milljón árum. Mælingar á setlögum sýna að umfangsmiklar breytingar á lofthjúp jarðar og náttúru áttu sér stað þessum tíma en tímabilið var jafnframt eitt það mikilvægasta í þróunarsögu plönturíkisins.K–Pg útrýmingin átti sér stað eftir að risavaxið smástirni skall á Jörðinni.VÍSIR/GETTYUmfangsmesti fjöldaútdauði jarðar átti sér síðan stað fyrir um 250 milljónum árum — Hinn mikli aldauði — þar sem 90% til 96% allra tegunda drapst (þar á meðal 70% landdýra). Ekki hefur tekist að varpa ljósi á ástæður þessa hörmunga en árekstur loftsteins og jarðar er ekki útilokaður. Fimmtíu milljón árum síðar drápust 70% til 75% allra tegunda. Vísindamenn hafa fært sannfærandi rök fyrir því að loftslagsbreytingar hafi komið að sök sem og mikil súrnun sjávar. Nýjasti og líklega þekktasti fjöldaútdauði tegunda átti stað þegar tíu kílómetra breiður loftsteinn skall á jörðinni fyrir 66 milljón árum, þar sem Mexíkóflói er nú. 70% allra tegunda á jörðinni þurrkaðist út, þar á meðal risaeðlurnar.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira