Forréttindablinda hálaunafólkið Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2015 21:20 Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun