Forréttindablinda hálaunafólkið Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2015 21:20 Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Margir hópar standa nú í kjarasamningaviðræðum, eða bíða þeirra á næstu mánuðum, enda flest félög sem gerðu stutta kjarasamninga til að halda „verðbólgunni” niðri. Í þeirri von að geta gert lengri og betri kjarasamninga í næstu viðræðum. Nú er komið að þeim og flestir vita að ekki hafa stéttarfélögin fengið þann feita kjötbita sem vonir stóðu til um. Rökin gegn því að hækka megi laun láglaunafólks eru þau að verðbólgan rjúki upp úr öllu valdi, hækka þurfi stýrivexti og í raun vofi yfir okkur önnur kreppa. Samkvæmt Vísindavefnum þá er: „Einfaldasta skýringin á verðbólgu að krónum í umferð fjölgar stundum hraðar en þeim vörum sem hægt er að kaupa fyrir þær.” Raunveruleikinn í dag hjá því fólki sem berst hvað harðast fyrir laununum sínum er ekki sá að 15 til 20 prósenta launahækkun þýði að allt í einu fari allir að versla munaðarvörur eins og enginn sé morgundagurinn og baði sig í vellystingum. Ætla að leyfa mér að fullyrða að krónurnar færu flestar í að niðurgreiða kreditkorta-skuldir, lán eða yfirdrætti. Nú eða að fólk gæti í sumum tilfellum séð fyrir að geta átt í matinn út mánuðinn, jafnvel farið til tannlæknis eða ferðast … innanlands. Hálaunafólkið sem stýrir efnahagskerfinu þarf að finna einhverja mannúðlegri leið til að afstýra nýrri kreppu og „óðaverðbólgu” aðra en að halda launum (kaupmætti) láglaunafólks niðri. Hálaunafólkið þarf að finna lausn. Sýnilega og raunverulega lausn. Lausnin er ekki sú að hóta verðbólgu, labba út af samningafundi, keyra heim í AUDI Q5 2,0 TFSI Quattro Premium bílnum sínum, skella í sig nautalund, baða sig í innbyggða heitapottinum og skrifa fréttatilkynningu um hvernig almúginn sé að fara með þjóðfélagið á kúpuna. Því miður held ég að stjórnendur efnahagskerfisins (hálaunafólk) sé þjakað af forréttindablindu og átti sig ekki á þeirri brýnu þörf að leiðrétta þurfi laun almúgans. Raunveruleiki og sjónarhorn þessa hefðbundna launþega er ekkert líkur því og að vera forréttindablindur. Raunveruleiki almúgans er að aka um á bíl á lánum sem sliga hann, búa í (leigu)íbúð þar sem afborganir eru ca 50 60 prósent af laununum, stökkva á tilboðsvörur í Bónus og þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og barna sinna. Nagandi kvíði og ótti yfir því hvort launin dugi eða hækka þurfi visa-heimildina. Raunveruleikinn þar sem ófyrirséð útgjöld tortíma fjárhagnum. Kjarasamningar í opinbera geiranum eru oftast spegilmynd af samningum á almenna markaðnum. Mín von, sem starfsmaður í opinbera geiranum, er sú að þeir sem eru að leiða viðræður á almenna vinnumarkaðnum, forseti ASÍ, samninganefndarmenn SA og ríkisvaldið – allt saman hálaunafólk í mínum augum – taki sig saman í andlitinu og finni í alvörunni lausn á samfélagsmeininu sem flestir búa við á Íslandi; að hafa ekki efni á lífinu. Ef ekkert gengur hjá ykkur, kæru vinir (hálaunafólk), þá er ég með tillögu: þið afþakkið öll laun umfram 430.000 krónur þangað til lausnin er fundin. Neyðin kennir … þið fattið. Tek fram að ég kaupi það alveg að hækkun launa skili verðbólgu sem étur upp launahækkanirnar. Og í kjölfarið fylgi allskonar önnur hugtök sem ég næ engan veginn utan um: hækkun stýrivaxta, víxlverkun launa og verðlags, verðtryggð lán hækka og blabla. Finniði bara leið til að fólk geti lifað af laununum sínum. Mér er alveg sama hvernig. P.S. Fatta samt ekki hvernig bankarnir, sjávarútvegsfyrirtæki og fleiri voldugar stofnanir geti skilað milljarða hagnaði og hækkað laun upp úr öllu valdi án nokkurrar jákvæðrar afleiðingar fyrir almenning. En það er líklega bara ég. Sorrý, með mig. (Grein birt 1. maí á Gullinbru.is) Þorsteinn V. Einarsson, Stjórnarmaður hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun