Halda áfram að klífa Everest

Átján létust á fjallinu af völdum skriðu sem kom í kjölfar jarðskjálftans. Skriðan eyðilagði einnig stiga í hinu ótrausta svæði ofarlega í fjallinu sem kallast Khumbu og því var ekki ljóst hvort að hægt yrði að klífa tindinn á þessu ári. En fulltrúar ferðaþjónustunar hafa ráðlagt fjallgöngumönnum frá því að hætta við áform sín þar sem til stendur að laga stigana á næstu dögum. Sagt er að engin vísindaleg ástæða sé til staðar sem gæti gefið til kynna að annars skjálfta væri von.
Sjá einnig: Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum
Átta hundruð manns voru á fjallinu þegar skriðan féll en hún gjöreyðilagði grunnbúðirnar.
Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Axelsson sem voru á fjallinu þegar skjálftinn átti sér stað eru þó bæði hætt við að klífa fjallið og eru á leið heim. Þau segja það hafa bjargað sér að hafa verið staðsett í búðum eitt en ekki grunnbúðunum þegar skjálftinn átti sér stað.
Tengdar fréttir

Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest
Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll.

Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“
"Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir.

Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum
"Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson.

Tala látinna komin yfir 3.600
Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal.

Vilborg útilokar að fara á topp Everest í ár
"Þetta er auðvitað gífurlegt áfall,“ sagði Vilborg í hádegisfréttum Bylgjunnar sem má hlusta á inni í fréttinni.

Þrír úr hópi Ingólfs fórust
Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest.

Tala látinna hækkar enn
Neyðarástandið versnar hratt víða í einangruðum þorpum þar sem matar- og vatnsskortur blasir við. Tala látinna var í gær komin yfir fjögur þúsund og átti líklega eftir að hækka. Nærri sjö þúsund manns slösuðust.