Sjá einnig: Dansarar í siguratriði Maríu verða eftir heima
Reynir segir að lagið hennar Selmu hafi í eðli sínu verið öðruvísi. „Það lag er líka danslag og hún dansaði líka sjálf mjög mikið. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög hrifinn af dönsurum – þó þetta hafi komið mjög vel út á sviðinu,“ segir hann.
Sjá einnig: Eyfi og Reynir sakna ekki dansaranna
„Það sem er hættulegt við svona tvo dansara, sérstaklega ef þeir fara mjög nálægt söngvurunum, þegar þeir eru í nærmynd þá fara að slettast fingur og hendur inn í rammann í sjónvarpinu og það kemur rosalega illa út,“ útskýrir Reynir.
Eyfi segir að meiri athygli verði á Maríu nú þegar dansararnir eru ekki lengur hluti af atriðinu. „Þegar dansararnir eru ekki þarna þá verður athyglin meiri á Maríu sjálfri og hún á það alveg inni og getur alveg tekið það, hún er það heillandi og fallegur flytjandi,” segir hann.