Forsætisráðherra vill fánann á íslenskar vörur Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 18:30 Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Alþingi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Alþingi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira