Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 09:45 Kári Árnason segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu nú en á árum áður. vísir/epa Kári Árnason, leikmaður Rotherham í ensku B-deildinni í fótbolta og landsliðsmiðvörður Íslands, segir allt annað að vera í íslenska landsliðinu í dag en áður en Lars Lagerbäck tók við árið 2011. Árangur liðsins hefur verið magnaður undanfarin misseri. Strákarnir okkar komust í umspil fyrir HM 2014 og eru nú í góðri stöðu í undankeppni EM 2016. Þrír heimasigrar koma íslenska liðinu til Frakklands. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var svolítið staðnað í að vera einhver vinaklúbbur. Þetta snerist meira um að mæta og hittast heldur en að ná árangri. Það var búið að afskrifa árangur því við erum svo lítil þjóð,“ segir Kári í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. „Auðvitað vildu þeir sem voru að vinna að þessu ná árangri, en stemningin hjá leikmönnum og allt í kringum þetta var ekki jafngóð og í dag. Þetta hefur breyst mikið og nú eru ungir og metnaðarfullir strákar í liðinu sem vilja ná árangri. Það er bara gaman að vera hluti af þessu.“Strákarnir okkar hafa fagnað sigrum gegn Tékklandi og Hollandi í undankeppni EM 2016.vísir/valliArnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hafa verið í og í kringum landsliðshópinn undanfarin ár, sögðu svipaða sögu og Kári í viðtali við Helsinborgs Dagblad á síðasta ári. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum,“ sögðu þeir báðir og Victor bætti við: „Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum.“ Guðlaugur Victor var þó fljótur að bregðast við þegar viðtalið var birt og sagði orð sín slitin úr samhengi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá landsliðinu, tók ekki vel í orð Arnórs og Victors og velti því fyrir sér hvort þeir tveir hefðu verið á pöbbnum þegar leikskipulag landsliðsins var rætt, en það var einnig gagnrýnt. Aðspurður hvort landsliðsverkefnin hafi verið pöbbahittingar fyrir leikmennina segir Kári svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Menn voru kannski of góðir félagar. Það er ekkert hægt að kenna leikmönnum eða starfsliði um. Það þurfti bara eitthvað að breytast. Ég held að engan hafi órað fyrir þeim árangri sem náðist strax í framhaldinu. Við höfum komið sjálfum okkur á óvart,“ segir Kári, en hvað er það sem hefur breyst með komu Lars Lagerbäck? „Það eru taktískar breytingar. Það eru miklar endurtekningar um hvernig við spilum og hvernig við verjumst. Það vantaði alltaf. Liðin sem við spilum við oftast eru betri en við mann fyrir mann, en Lars og Heimir eru búnir að koma inn þeirri trú hjá mannskapnum að hinir eru ekki betri fótboltamenn ef við erum með bestu liðsheildina og skipulagðastir. Það er þannig sem við vinnum leiki. Við verjumst sem ein heild og það skilar liðinu áfram.“Nú róa allir í sömu átt.vísir/anton brinkMiðvörðurinn segir mikla samheldni innan liðsins og allt í kringum það. Það séu allir að róa í sömu átt að stóra markmiðinu; að komast á EM 2016. „Þetta er allt annað. Nú býst bara þjóðin við að við vinnum alla leiki. Við sjálfir ætlum okkur alltaf að vinna en erum ekki svo kokhraustir að halda við vinnum alltaf, en við ætlum okkur að vinna. Það er svo miklu skemmtilegra þegar þú hugsar að þú ætlir að taka þetta. Þannig eru allir í kringum þetta núna. Það eru allir um borð,“ segir Kári Árnason. Allan þáttinn má sjá hér að neðan en landsliðsumræðan er undir lok þáttarins. Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Sjá meira
Kári Árnason, leikmaður Rotherham í ensku B-deildinni í fótbolta og landsliðsmiðvörður Íslands, segir allt annað að vera í íslenska landsliðinu í dag en áður en Lars Lagerbäck tók við árið 2011. Árangur liðsins hefur verið magnaður undanfarin misseri. Strákarnir okkar komust í umspil fyrir HM 2014 og eru nú í góðri stöðu í undankeppni EM 2016. Þrír heimasigrar koma íslenska liðinu til Frakklands. „Þetta er tvennt ólíkt. Þetta var svolítið staðnað í að vera einhver vinaklúbbur. Þetta snerist meira um að mæta og hittast heldur en að ná árangri. Það var búið að afskrifa árangur því við erum svo lítil þjóð,“ segir Kári í viðtali í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut. „Auðvitað vildu þeir sem voru að vinna að þessu ná árangri, en stemningin hjá leikmönnum og allt í kringum þetta var ekki jafngóð og í dag. Þetta hefur breyst mikið og nú eru ungir og metnaðarfullir strákar í liðinu sem vilja ná árangri. Það er bara gaman að vera hluti af þessu.“Strákarnir okkar hafa fagnað sigrum gegn Tékklandi og Hollandi í undankeppni EM 2016.vísir/valliArnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hafa verið í og í kringum landsliðshópinn undanfarin ár, sögðu svipaða sögu og Kári í viðtali við Helsinborgs Dagblad á síðasta ári. „Áður fyrr snerist þetta allt um að fara út á lífið með landsliðsfélögunum,“ sögðu þeir báðir og Victor bætti við: „Þetta snerist um að fara heim, hitta fjölskylduna og fara á pöbbinn með strákunum.“ Guðlaugur Victor var þó fljótur að bregðast við þegar viðtalið var birt og sagði orð sín slitin úr samhengi. Pétur Pétursson, sem var aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar hjá landsliðinu, tók ekki vel í orð Arnórs og Victors og velti því fyrir sér hvort þeir tveir hefðu verið á pöbbnum þegar leikskipulag landsliðsins var rætt, en það var einnig gagnrýnt. Aðspurður hvort landsliðsverkefnin hafi verið pöbbahittingar fyrir leikmennina segir Kári svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég myndi ekki segja það. Menn voru kannski of góðir félagar. Það er ekkert hægt að kenna leikmönnum eða starfsliði um. Það þurfti bara eitthvað að breytast. Ég held að engan hafi órað fyrir þeim árangri sem náðist strax í framhaldinu. Við höfum komið sjálfum okkur á óvart,“ segir Kári, en hvað er það sem hefur breyst með komu Lars Lagerbäck? „Það eru taktískar breytingar. Það eru miklar endurtekningar um hvernig við spilum og hvernig við verjumst. Það vantaði alltaf. Liðin sem við spilum við oftast eru betri en við mann fyrir mann, en Lars og Heimir eru búnir að koma inn þeirri trú hjá mannskapnum að hinir eru ekki betri fótboltamenn ef við erum með bestu liðsheildina og skipulagðastir. Það er þannig sem við vinnum leiki. Við verjumst sem ein heild og það skilar liðinu áfram.“Nú róa allir í sömu átt.vísir/anton brinkMiðvörðurinn segir mikla samheldni innan liðsins og allt í kringum það. Það séu allir að róa í sömu átt að stóra markmiðinu; að komast á EM 2016. „Þetta er allt annað. Nú býst bara þjóðin við að við vinnum alla leiki. Við sjálfir ætlum okkur alltaf að vinna en erum ekki svo kokhraustir að halda við vinnum alltaf, en við ætlum okkur að vinna. Það er svo miklu skemmtilegra þegar þú hugsar að þú ætlir að taka þetta. Þannig eru allir í kringum þetta núna. Það eru allir um borð,“ segir Kári Árnason. Allan þáttinn má sjá hér að neðan en landsliðsumræðan er undir lok þáttarins.
Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Sjá meira