Íslenski boltinn

Guðrún inn í stað Elínar Mettu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún gæti leikið sinn annan landsleik í dag.
Guðrún gæti leikið sinn annan landsleik í dag. vísir/andri marinó
Elín Metta Jensen, framherji Vals í Pepsi-deild kvenna, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttulandsleik gegn því hollenska í Kórnum síðar í dag vegna veikinda.

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður úr Breiðabliki, hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í stað Elínar.

Guðrún lék sinn fyrsta og eina landsleik til þessa gegn Japan á Algarve-mótinu í byrjun mars.

Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Freyr búinn að velja Hollands-hópinn

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag landsliðshópinn sem mun spila gegn Hollandi í byrjun næsta mánaðar.

Ekki lengur á vellinum á eigin forsendum

Margrét Lára Viðarsdóttir segist vera orðin meiri liðsmaður en hún var og hugarfar hennar hafi breyst. Hún veit að ferillinn er farinn að styttast en ætlar að spila með landsliðinu á EM 2017 og skoða svo stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×