Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 2-1 | Markaþurrðin á enda í frábærum sigri Anton Ingi Leifsson í Kórnum skrifar 4. apríl 2015 16:45 Ísland gat leyft sér að fagna í dag. vísir/getty Ísland vann Hollandi í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu 2-1, en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru á skotskónum fyrir Ísland. Markaþurrðin á enda og frábær sigur, en Ísland hafði ekki skorað í fjórum leikjum fyrir leikinn í dag. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur hjá Íslandi. Tæplega tuttugu mínútur voru fínar í fyrri hálfleik, en millikaflinn var slakur. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Mikill kraftur var í íslenska liðinu síðari hluta seinni hálfleiks og uppskáru þær sigur eftir því. Íslenska liðið byrjaði fyrri hálfleikinn vel. Þær lokuðu svæðunum upp völlinn og hollenska liðið, sem er þekkt fyrir að spila boltanum einstaklega vel milli sín, fann engar leiðir fram á við. Nokkrum sinnum voru heimastúlkur nærri því að stela boltanum á hættulegum stöðum og komast í færi, en heppnin var ekki með þeim. Fyrsta markið kom hins vegar eftir átján mínútur og það gerðu gestirnir frá Hollandi. Sherida Spitse skoraði þá með laglegu skoti, en það var nánast í fyrsta sinn sem þær appelsínugulu fóru yfir miðju af einhverju viti. Spitse lyfti þá boltanum yfir Guðbjörgu, en Spitse var frábær á miðjunni í fyrri hálfleik. Hún spilaði boltanum vel frá sér, gaf góðar sendingar og stýrði spili Hollands. Holland fékk svo færi til þess að bæta við öðru marki, en Danielle van de Donk skallaði meðal annars fyrirgjöf frá vinstri framhjá og í tvígang var darraðadans í íslenska teignum. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliðinn, dreif sínar stelpur aftur í gang og komst hún meðal annars í gott færi eftir góða háspressu, en lét verja frá sér. Staðan 1-0 Hollandi í vil í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði afar rólega. Ekkert gerðist og Freyr þurft að hressa upp á leikinn. Hann skipti Guðný Björk Óðinsdóttir og Örnu Sif Ásgrímsdóttir inná. Guðný fór á kantinn, en Arna í miðvörðinn. Við það færðist Glódís Perla í bakvörðinn, en Anna María og Rakel Hönnudóttir voru kallaðar af velli. Við það kom meiri meiri kraftur í liðið. Leikurinn leið og Hollendingar gerðu allt til þess að drepa leikinn. Þær tóku tæpa mínútu í hvert fast leikatriði sem var skiljanlega farið að fara í taugarnar á íslensku stelpunum. Ísland jafnaði hins vegar metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum, en eftir darraðadans eftir hornspyrnu þrumaði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir boltanum í netið. Léttir fyrir allra að markið kom, en Ísland ekki skorað í fimm leikjum fyrir leikinn. Ísland fékk heldur betur færi til að skora sigurmarkið. Fanndís Friðriksdóttir lét verja frá sér, skot Guðmundu Brynju Óladóttur var bjargað á línu og þar fram eftir götunum. Það hlaut svo að koma að því. Guðmunda Brynja Óladóttir sýndi styrk sinn og fiskaði víti. Fyrirliðinn Sara Björk steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Lokatölur 2-1 fyrir Ísland. Sigurinn gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið, en leikurinn er líklega síðasti vináttulandsleikur Íslands fyrir undakeppni EM 2015 sem hefst í haust. Guðmunda Brynja var frábær þegar hún kom inná og Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir stóðu upp úr annars mjög jöfnu íslensku liði.Freyr: Áttu ekki séns í okkur „Þetta var mjög kærkominn sigur og þetta var það sem við vildum, fá sigur hérna í dag,” sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, í leikslok. „Mér fannst við ná að gera það sem við ætluðum okkur, en það var að fá færi eftir pressu. Þær spila sig út úr öllu sem er virðingarvert, en það er hægt að refsa þeim fyrir það.” „Ég hefði viljað refsað þeim meira og við fengum alveg færin til þess, en mjög ánægður með varnarleikurinn, andann í liðinu og bætinguna milli hálfleika.” „Mér fannst við vera búin að ná tökum á leiknum áður en Guðmunda kom inná og svo kemur Guðmunda auðvitað með ferskar fætur inná. Hún er að bæta sig og gerði vel og þá kláruðum við þetta.” Ísland hafði ekki skorað í síðustu fjórum leikjum og var mikil umræða um það í kringum leiksins. Freyr var hoppandi kátur með að liðið hafði náð að skora og klára leikinn. „Ég hefði ekki getað staðið hérna fyrir framan þig án þess að skora í dag.” „Við erum að reyna bæta okkur frá degi til dags og mér fannst við góð í dag. Mér fannst sóknarleikurinn fínn og margir góðir kaflar. Varnarleikurinn var frábær.” Hollenska liðið skapaði sér ekki mörg færi, en Freyr var óánægður með markið sem Ísland fékk á sig. „Þær eiga tvö færi í leiknum og annað er mark. Lélegt skot fyrir utan teig sem við eigum að klára, en þetta lið var á Heimsmeistaramótinu og skorar yfirleitt mikið af mörkum. Þær áttu ekki séns í okkur,” sagði Freyr við Vísi að lokum.Sara Björk: Freyr var ekki sáttur í hálfleik „Gríðarlega sætt að hafa loksins unnið leik og skorað mark. Manni líður vel eftir þennan leik,” sagði fyrirliðinn og markaskorarinn, Sara Björk Gunnarsdóttir, við Vísi í leikslok. „Mér fannst við setja góða pressu á Hollendingana. Þær vilja spila fínan fótbolta og við reyndum að setja pressu á þær og leyfa þeim ekki að spila. Mér fannst það heppnast ágætlega.” „Mér fannst við betri í síðari hálfleik, en þær fengu enginn rosalega opin færi fannst mér. Markið fannst mér Gugga átt að taka, en frábært að skora tvö mörk og loksins vinna leik.” Markið sem íslenska liðið fékk á sig var fremur klaufalegt, en það var nánast í fyrsta skipti sem gestirnir komust yfir miðju. Markið kom upp úr innkasti og Sara segir að Freyr hafi ekki verið sáttur í hálfleik. „Við töluðum um fyrir leikinn að við ætluðum ekki að fá á okkur mark úr innkasti, en svo fengum við á okkur mark. Freysi tók smá snapp í klefanum og var ekki sáttur. Þetta var bara lélegt í fyrri hálfleik og við ákáðum að skerpa á þessu og gerðum það.” „Þetta er frábær æfingarleikur og gott að fá þennan leik og hvað þá með sigri. Við erum með gott sjálfstraust núna og vonandi fáum við einhverja æfingarleiki í sumar og höldum áfram að bæta okkur,” sagði Sara Björk að lokum, en Sara var hetja íslenska liðsins í leiknum. Hún skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Ísland vann Hollandi í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu 2-1, en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir voru á skotskónum fyrir Ísland. Markaþurrðin á enda og frábær sigur, en Ísland hafði ekki skorað í fjórum leikjum fyrir leikinn í dag. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur hjá Íslandi. Tæplega tuttugu mínútur voru fínar í fyrri hálfleik, en millikaflinn var slakur. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Mikill kraftur var í íslenska liðinu síðari hluta seinni hálfleiks og uppskáru þær sigur eftir því. Íslenska liðið byrjaði fyrri hálfleikinn vel. Þær lokuðu svæðunum upp völlinn og hollenska liðið, sem er þekkt fyrir að spila boltanum einstaklega vel milli sín, fann engar leiðir fram á við. Nokkrum sinnum voru heimastúlkur nærri því að stela boltanum á hættulegum stöðum og komast í færi, en heppnin var ekki með þeim. Fyrsta markið kom hins vegar eftir átján mínútur og það gerðu gestirnir frá Hollandi. Sherida Spitse skoraði þá með laglegu skoti, en það var nánast í fyrsta sinn sem þær appelsínugulu fóru yfir miðju af einhverju viti. Spitse lyfti þá boltanum yfir Guðbjörgu, en Spitse var frábær á miðjunni í fyrri hálfleik. Hún spilaði boltanum vel frá sér, gaf góðar sendingar og stýrði spili Hollands. Holland fékk svo færi til þess að bæta við öðru marki, en Danielle van de Donk skallaði meðal annars fyrirgjöf frá vinstri framhjá og í tvígang var darraðadans í íslenska teignum. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliðinn, dreif sínar stelpur aftur í gang og komst hún meðal annars í gott færi eftir góða háspressu, en lét verja frá sér. Staðan 1-0 Hollandi í vil í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði afar rólega. Ekkert gerðist og Freyr þurft að hressa upp á leikinn. Hann skipti Guðný Björk Óðinsdóttir og Örnu Sif Ásgrímsdóttir inná. Guðný fór á kantinn, en Arna í miðvörðinn. Við það færðist Glódís Perla í bakvörðinn, en Anna María og Rakel Hönnudóttir voru kallaðar af velli. Við það kom meiri meiri kraftur í liðið. Leikurinn leið og Hollendingar gerðu allt til þess að drepa leikinn. Þær tóku tæpa mínútu í hvert fast leikatriði sem var skiljanlega farið að fara í taugarnar á íslensku stelpunum. Ísland jafnaði hins vegar metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum, en eftir darraðadans eftir hornspyrnu þrumaði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir boltanum í netið. Léttir fyrir allra að markið kom, en Ísland ekki skorað í fimm leikjum fyrir leikinn. Ísland fékk heldur betur færi til að skora sigurmarkið. Fanndís Friðriksdóttir lét verja frá sér, skot Guðmundu Brynju Óladóttur var bjargað á línu og þar fram eftir götunum. Það hlaut svo að koma að því. Guðmunda Brynja Óladóttir sýndi styrk sinn og fiskaði víti. Fyrirliðinn Sara Björk steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Lokatölur 2-1 fyrir Ísland. Sigurinn gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið, en leikurinn er líklega síðasti vináttulandsleikur Íslands fyrir undakeppni EM 2015 sem hefst í haust. Guðmunda Brynja var frábær þegar hún kom inná og Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir stóðu upp úr annars mjög jöfnu íslensku liði.Freyr: Áttu ekki séns í okkur „Þetta var mjög kærkominn sigur og þetta var það sem við vildum, fá sigur hérna í dag,” sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, í leikslok. „Mér fannst við ná að gera það sem við ætluðum okkur, en það var að fá færi eftir pressu. Þær spila sig út úr öllu sem er virðingarvert, en það er hægt að refsa þeim fyrir það.” „Ég hefði viljað refsað þeim meira og við fengum alveg færin til þess, en mjög ánægður með varnarleikurinn, andann í liðinu og bætinguna milli hálfleika.” „Mér fannst við vera búin að ná tökum á leiknum áður en Guðmunda kom inná og svo kemur Guðmunda auðvitað með ferskar fætur inná. Hún er að bæta sig og gerði vel og þá kláruðum við þetta.” Ísland hafði ekki skorað í síðustu fjórum leikjum og var mikil umræða um það í kringum leiksins. Freyr var hoppandi kátur með að liðið hafði náð að skora og klára leikinn. „Ég hefði ekki getað staðið hérna fyrir framan þig án þess að skora í dag.” „Við erum að reyna bæta okkur frá degi til dags og mér fannst við góð í dag. Mér fannst sóknarleikurinn fínn og margir góðir kaflar. Varnarleikurinn var frábær.” Hollenska liðið skapaði sér ekki mörg færi, en Freyr var óánægður með markið sem Ísland fékk á sig. „Þær eiga tvö færi í leiknum og annað er mark. Lélegt skot fyrir utan teig sem við eigum að klára, en þetta lið var á Heimsmeistaramótinu og skorar yfirleitt mikið af mörkum. Þær áttu ekki séns í okkur,” sagði Freyr við Vísi að lokum.Sara Björk: Freyr var ekki sáttur í hálfleik „Gríðarlega sætt að hafa loksins unnið leik og skorað mark. Manni líður vel eftir þennan leik,” sagði fyrirliðinn og markaskorarinn, Sara Björk Gunnarsdóttir, við Vísi í leikslok. „Mér fannst við setja góða pressu á Hollendingana. Þær vilja spila fínan fótbolta og við reyndum að setja pressu á þær og leyfa þeim ekki að spila. Mér fannst það heppnast ágætlega.” „Mér fannst við betri í síðari hálfleik, en þær fengu enginn rosalega opin færi fannst mér. Markið fannst mér Gugga átt að taka, en frábært að skora tvö mörk og loksins vinna leik.” Markið sem íslenska liðið fékk á sig var fremur klaufalegt, en það var nánast í fyrsta skipti sem gestirnir komust yfir miðju. Markið kom upp úr innkasti og Sara segir að Freyr hafi ekki verið sáttur í hálfleik. „Við töluðum um fyrir leikinn að við ætluðum ekki að fá á okkur mark úr innkasti, en svo fengum við á okkur mark. Freysi tók smá snapp í klefanum og var ekki sáttur. Þetta var bara lélegt í fyrri hálfleik og við ákáðum að skerpa á þessu og gerðum það.” „Þetta er frábær æfingarleikur og gott að fá þennan leik og hvað þá með sigri. Við erum með gott sjálfstraust núna og vonandi fáum við einhverja æfingarleiki í sumar og höldum áfram að bæta okkur,” sagði Sara Björk að lokum, en Sara var hetja íslenska liðsins í leiknum. Hún skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira