„Sárafátækt fólk sem eyðir þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 14:46 Hér til vinstri má sjá mynd af Hinriki ásamt fjölskyldunni. Til hægri má síðan sjá mynd frá upptökum af þáttunum sem hann vinnur að. mynd/aðsendar „Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira