„Sárafátækt fólk sem eyðir þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 14:46 Hér til vinstri má sjá mynd af Hinriki ásamt fjölskyldunni. Til hægri má síðan sjá mynd frá upptökum af þáttunum sem hann vinnur að. mynd/aðsendar „Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira