Gagnrýnir töf á friðlýsingum svæða Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 13:51 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir umhverfisráðherra harðlega fyrir tafir á framkvæmd vilja Alþingis um friðlýsingu svæða. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira