FH tapaði í dag þriðja og síðasta æfingaleik sínum á Marbella á Spáni er Hafnfirðingar mættu SJK Seinajoen frá Finnlandi, sem unnu 2-0 sigur.
Finnarnir skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik en þetta var fyrsti tapleikur FH á mótinu. FH-ingar gerðu jafntefli við Vålerenga og unnu svo Noregsmeistara Molde.
FH leikur næst gegn Fylki í Lengjubikarnum á sunnudag. FH hefur unnið þrjá af fjóra leiki sínum í A-riðli keppninnar en Fylkir er ósigrað að loknum fimm leikjum.

