Engin stefnubreyting gagnvart ESB Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. mars 2015 11:45 Formaður Samfylkingarinnar segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hann muni berjast fyrir því að aðildarviðræður verði kláraðar, komist hann í ríkisstjórn. Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti í morgun frétt þar sem fullyrt var að Árni Páll hefði nú miklar efasemdir um að Ísland ætti að gerast aðili að ESB og teldi að hagsmunum landsins væri mögulega best borgið með EES-samstarfið eitt að vopni. Árni Páll segir þetta rangtúlkun á orðum sínum, en viðtalið verður sýnt í kvöld. „Ég sagði einfaldlega að ég nærði með mér efasemdir um aðild að ESB reglulega og hefði lengi gert, árum saman. Ég minnti á að ég hefði skrifað greinarflokk í Fréttablaðið um það árið 2012 og þar leitað svara við spurningunni um hvort aðild að ESB væri rétti kosturinn fyrir Ísland. Þetta er spurning sem verður að meta út frá íslenskum hagsmunum og því eðlilegt að endurmeta reglulega hagsmunamatið sem að baki liggur. Niðurstaða mín var skýr þá og hún er sú sama nú, að það séu allar líkur á að þetta sé besti kosturinn fyrir Ísland.“ Líkur, segirðu. Ertu ekki fullviss um það? „Það er stefna Samfylkingarinnar að við viljum fá að sjá samning og taka afstöðu til hans. Það eru allar líkur á því að sá samningur verði Íslandi hagstæður.“ Árni Páll segir Samfylkinguna að sjálfsögðu vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann hafi verið spurður út í aðra möguleika, hvort EES kæmi til greina sem varanleg lausn einvörðungu. „Ég tel það ekki mögulegt nema með einhverri lausn í gjaldmiðilsmálum og sagði það í viðtalinu. Gjaldmiðillinn er stóri þátturinn sem hefur áhrif, það stóra sem okkur vantar.“ Munt þú berjast fyrir aðild að ESB ef þú kemst í ríkisstjórn? „Já. Ég tel það enn sem fyrr rétt og mikilvægt að halda áfram með aðildarumræðurnar og það sé nákvæmlega það sem máli skiptir.“ Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist í engu hafa skipt um skoðun varðandi það að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins. Hann muni berjast fyrir því að aðildarviðræður verði kláraðar, komist hann í ríkisstjórn. Sjónvarpsstöðin Hringbraut birti í morgun frétt þar sem fullyrt var að Árni Páll hefði nú miklar efasemdir um að Ísland ætti að gerast aðili að ESB og teldi að hagsmunum landsins væri mögulega best borgið með EES-samstarfið eitt að vopni. Árni Páll segir þetta rangtúlkun á orðum sínum, en viðtalið verður sýnt í kvöld. „Ég sagði einfaldlega að ég nærði með mér efasemdir um aðild að ESB reglulega og hefði lengi gert, árum saman. Ég minnti á að ég hefði skrifað greinarflokk í Fréttablaðið um það árið 2012 og þar leitað svara við spurningunni um hvort aðild að ESB væri rétti kosturinn fyrir Ísland. Þetta er spurning sem verður að meta út frá íslenskum hagsmunum og því eðlilegt að endurmeta reglulega hagsmunamatið sem að baki liggur. Niðurstaða mín var skýr þá og hún er sú sama nú, að það séu allar líkur á að þetta sé besti kosturinn fyrir Ísland.“ Líkur, segirðu. Ertu ekki fullviss um það? „Það er stefna Samfylkingarinnar að við viljum fá að sjá samning og taka afstöðu til hans. Það eru allar líkur á því að sá samningur verði Íslandi hagstæður.“ Árni Páll segir Samfylkinguna að sjálfsögðu vilja klára aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann hafi verið spurður út í aðra möguleika, hvort EES kæmi til greina sem varanleg lausn einvörðungu. „Ég tel það ekki mögulegt nema með einhverri lausn í gjaldmiðilsmálum og sagði það í viðtalinu. Gjaldmiðillinn er stóri þátturinn sem hefur áhrif, það stóra sem okkur vantar.“ Munt þú berjast fyrir aðild að ESB ef þú kemst í ríkisstjórn? „Já. Ég tel það enn sem fyrr rétt og mikilvægt að halda áfram með aðildarumræðurnar og það sé nákvæmlega það sem máli skiptir.“
Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira