Kirkjur vilja halda í guðlastsákvæði í hegningarlögum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2015 10:55 Helgi Hrafn vill afnema ákvæði um guðlast í hegningarlögum. Vísir/Getty Images/GVA Prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík, Kristinn Ásgrímsson, segir að hræsni gæti í flutningi tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata um afnám við ákvæði hegningarlaga um guðlast. Segir hann að fyrst afnema eigi refsingu við guðlasti eigi líka að afnema refsingu við því að opinberlega hæðast að, rógbera, smána eða ógna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.Kristinn Ásgrímsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík.„Ef við ætlum að hafa lög sem vernda tjáningarfrelsi, verða allir að sitja við sama borð. Ef ekki má mæla gegn, „guði tíðarandans" og það er refsivert, af hverju þá að afnema lög sem hefta fólk í að lastmæla Guði skaparanum, almennu velsæmi og koma fram af virðingu,“ skrifar Kristinn í umsögn um frumvarpið.Tekur dæmi af Snorra og ÁsmundiTekur hann sem dæmi málaferli Akureyrarbæjar gegn Snorra Óskarssyni, kennara sem kenndur er við Betel. „Skoðun Akureyrarbæjar er að kennarinn hafi viðhaft meiðandi ummæli, eða að mínu mati guðlast, hins vegar ekki gegn Guði himinsins , heldur svokölluðum guði tíðarandans,“ segir hann.Snorri Óskarsson, kennari kenndur við Betel.Vísir/AuðunnÞá talar hann einnig um gagnrýni sem Ásmundur Friðriksson þingmaður sætti eftir að hann tjáði sig um bakgrunnsskoðun á múslímum. „Undirritaður þurfti að sæta slíkri bakgrunnsskoðun, (vegna stafs síns) þrátt fyrir að vera kristinn. Eiga lög að mismuna á grundvelli trúarskoðana?“ skrifar Kristinn. Í umsögninni segir hann að málefnaleg rök um íslam eða samkynhneigð séu yfirleitt flokkuð sem rasismi eða hatursumræða.Lögleiða hatursorðræðuHelgi Guðnason sendi inn umsögn fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu þar sem hann mótmælir breytingunni. „Með því að afnema núgildandi lög um guðlast er verið að lögleiða hatursorðræðu. Lögin banna ekki frjálsa tjáningu skoðana, þau banna ekki gagnrýni á trúarbrögð, þau banna skrumskælingu, háð og fordómahvetjandi tjáningu,“ skrifar hann í umsögn kirkjunnar. Kirkjan leggur til að nafni laganna verði breytt eða að lögin verði felld inn í lög gegn hatursorðræðu. Kaþólska kirkjan er á móti frumvarpinu.Vísir/EinarKaþólska kirkjan leggst einnig gegn breytingunum í umsögn, sem send er fyrir hönd kirkjunnar og Péturs Bürcher Reykjavíkurbiskups. „Verði 125. gr. almennra hegningarlaga afnumin þá er í raun verið að opna á að beita megi safnaðarmeðlimi trúfélags opinberri smán þeim til háðs og minnkunar,“ segir í umsögninni. Hefðu ekki átt að birta teikningarnarÓlafur Eggertsson, formaður Berunessóknar, segir í umsögn sóknarinnar einfaldlega: „Er alfarið á móti efni frumvarpsins.“ Í greinargerð með umsögninni segir hann að mannlegt samfélag muni alltaf þurfa einhvern lagaramma sem veitir aðhald og leiðbeinir um samskipti, framkomu og margs konar grundvallarreglur, við það höfum við, sem og aðrar siðmenntaðar þjóðir búið, svo í samskiptum sem öðru. Í greinargerð frumvarpsins er meðal annars minnst á árásir hryðjuverkamanna á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo í París. Ólafur virðist ekki sammála því að árásin séu rök fyrir breytingum á guðlastsákvæðinu. „Jótlandspósturinn og Charle Hebdo hefðu átt að hugsa sig tvisvar um áður en móðgandi umfjöllun þeirra um Múhameðstrú var birt,“ skrifar hann.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/GVABiskupinn styður frumvarpiðÞjóðkirkjan styður þó breytingarnar. Í umsögn sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi inn kemur fram að á kirkjuþingi í janúar 2015 hafi verið ályktað um stuðning við breytingarnar. „Biskup Íslands telur að lagaheimildir sem setja tjáningarfrelsinu skorður með þessum hætti standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda og að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis,“ segir hún. Ríkissaksóknari hefur einnig skilað inn umsögn þar sem lýst er yfir stuðningi við breytingarnar sem og Vantrú og Siðmennt, skráð lífskoðunarfélags. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík, Kristinn Ásgrímsson, segir að hræsni gæti í flutningi tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata um afnám við ákvæði hegningarlaga um guðlast. Segir hann að fyrst afnema eigi refsingu við guðlasti eigi líka að afnema refsingu við því að opinberlega hæðast að, rógbera, smána eða ógna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.Kristinn Ásgrímsson, prestur Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík.„Ef við ætlum að hafa lög sem vernda tjáningarfrelsi, verða allir að sitja við sama borð. Ef ekki má mæla gegn, „guði tíðarandans" og það er refsivert, af hverju þá að afnema lög sem hefta fólk í að lastmæla Guði skaparanum, almennu velsæmi og koma fram af virðingu,“ skrifar Kristinn í umsögn um frumvarpið.Tekur dæmi af Snorra og ÁsmundiTekur hann sem dæmi málaferli Akureyrarbæjar gegn Snorra Óskarssyni, kennara sem kenndur er við Betel. „Skoðun Akureyrarbæjar er að kennarinn hafi viðhaft meiðandi ummæli, eða að mínu mati guðlast, hins vegar ekki gegn Guði himinsins , heldur svokölluðum guði tíðarandans,“ segir hann.Snorri Óskarsson, kennari kenndur við Betel.Vísir/AuðunnÞá talar hann einnig um gagnrýni sem Ásmundur Friðriksson þingmaður sætti eftir að hann tjáði sig um bakgrunnsskoðun á múslímum. „Undirritaður þurfti að sæta slíkri bakgrunnsskoðun, (vegna stafs síns) þrátt fyrir að vera kristinn. Eiga lög að mismuna á grundvelli trúarskoðana?“ skrifar Kristinn. Í umsögninni segir hann að málefnaleg rök um íslam eða samkynhneigð séu yfirleitt flokkuð sem rasismi eða hatursumræða.Lögleiða hatursorðræðuHelgi Guðnason sendi inn umsögn fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu þar sem hann mótmælir breytingunni. „Með því að afnema núgildandi lög um guðlast er verið að lögleiða hatursorðræðu. Lögin banna ekki frjálsa tjáningu skoðana, þau banna ekki gagnrýni á trúarbrögð, þau banna skrumskælingu, háð og fordómahvetjandi tjáningu,“ skrifar hann í umsögn kirkjunnar. Kirkjan leggur til að nafni laganna verði breytt eða að lögin verði felld inn í lög gegn hatursorðræðu. Kaþólska kirkjan er á móti frumvarpinu.Vísir/EinarKaþólska kirkjan leggst einnig gegn breytingunum í umsögn, sem send er fyrir hönd kirkjunnar og Péturs Bürcher Reykjavíkurbiskups. „Verði 125. gr. almennra hegningarlaga afnumin þá er í raun verið að opna á að beita megi safnaðarmeðlimi trúfélags opinberri smán þeim til háðs og minnkunar,“ segir í umsögninni. Hefðu ekki átt að birta teikningarnarÓlafur Eggertsson, formaður Berunessóknar, segir í umsögn sóknarinnar einfaldlega: „Er alfarið á móti efni frumvarpsins.“ Í greinargerð með umsögninni segir hann að mannlegt samfélag muni alltaf þurfa einhvern lagaramma sem veitir aðhald og leiðbeinir um samskipti, framkomu og margs konar grundvallarreglur, við það höfum við, sem og aðrar siðmenntaðar þjóðir búið, svo í samskiptum sem öðru. Í greinargerð frumvarpsins er meðal annars minnst á árásir hryðjuverkamanna á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo í París. Ólafur virðist ekki sammála því að árásin séu rök fyrir breytingum á guðlastsákvæðinu. „Jótlandspósturinn og Charle Hebdo hefðu átt að hugsa sig tvisvar um áður en móðgandi umfjöllun þeirra um Múhameðstrú var birt,“ skrifar hann.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/GVABiskupinn styður frumvarpiðÞjóðkirkjan styður þó breytingarnar. Í umsögn sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup sendi inn kemur fram að á kirkjuþingi í janúar 2015 hafi verið ályktað um stuðning við breytingarnar. „Biskup Íslands telur að lagaheimildir sem setja tjáningarfrelsinu skorður með þessum hætti standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda og að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis,“ segir hún. Ríkissaksóknari hefur einnig skilað inn umsögn þar sem lýst er yfir stuðningi við breytingarnar sem og Vantrú og Siðmennt, skráð lífskoðunarfélags.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira