Náttúrupassinn: Ósammála um hvort grundvallaratriðin hafi verið rædd Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. febrúar 2015 11:10 Nefndarmenn eru alls ekki á einu máli um náttúrupassann of forsendur hans. Vísir/Vilhelm/Anton/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á stöðu náttúrupassanns í atvinnuveganefnd Alþingis. Vísir ræddi við nokkra nefndarmenn fyrir helgi eftir að fyrsti fundur nefndarinnar hafði verið haldinn eftir að málinu var vísað þangað. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, sagðist bjartsýnn á að málið næðist úr nefnd en sagði að það yrði að öllum líkindum breytt frá því sem það er í dag. Aðrir segja að grundvallarumræða um hvort það eigi yfir höfuð að taka gjald af ferðamönnum sé eftir.Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.Vísir/VilhelmFormaðurinn reiknar með breytingumJón segir að málið muni taka breytingum í nefndinni en að það verði afgreitt á tiltölulega skömmum tíma. „Mér finnst vera ákveðinn samhljómur í fólki gagnvart ákveðnum leiðum í þessu þannig að ég geri mér vonir um það að við náum nokkuð víðtækri sátt,“ segir hann. „Það verður þverpólitískur hópur á vegum nefndarinnar sem mun fjalla um þetta mál og hafa samband við hagsmunaaðila og slíkt og sjá hvort að hægt er að lenda þessu í góðri niðurstöðu sem víðtækari sátt getur orðið um.“ Verða gerðar grundvallarbreytingar á frumvarpinu í nefndinni? „Þó að margt í vinnu ráðuneytisins sé mjög gott og sú greiningarvinna sem þar hefur farið fram og yfirferð þá sýnist mér að til að ná betri sátt um þetta, bæði við hagsmunaaðila og innan þingsins, þá þurfi að gera á því nokkrar breytingar,“ svarar hann. Jón segir að innheimtuaðferðin sé stærsta vandamálið og telur hann líklegt að farin verði blönduð leið til að ná víðtækari sátt. Jón segir þó að grundvallaratriðin hafi verið rædd og að flestir séu sammála um að það þurfi að taka gjald af ferðamönnum. „Mér finnst það nú kannski vera stóra atriðið í þessu máli að það eru allir sammála, eða allflestir allavega, og um það er ekki andstaða á mill þings og hagsmunaaðila, um að finna leið þar sem gjaldtaka gæti verið skynsamleg. Þá er það gjaldtaka sem lendir á ferðamönnum með einum eða öðrum hætti,“ segir hann en bætir við að gjaldtakan þurfi að vera hófleg og skila sér beint í þau verkefni sem til er ætlast. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi í nefndinni.Vísir/AntonVantar skref í ferliðBjört Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er ósammála Jóni og segir að enn eigi eftir að taka umræðu um grundvallarmál varðandi náttúrupassann. „Mér finnst við búin að taka mörg skref í einu. Við byrjum að ræða náttúrupassann og svo er eins og það sé búið að ákveða þar með að fara í einhverja sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum,“ segir hún. Hún bendir á að ferðaþjónustan sé stærsta atvinnugreinin og að tekjur af henni séu nú þegar miklar. „Við erum aldrei búin að stoppa og hugsa: Erum við ekki að taka bara nóg gjald af ferðamönnum nú þegar? Þetta er stærsta atvinnugreinin okkar, hvað eru þeir að borga inn í hagkerfið okkar nú þegar? Það er nóg í öðrum greinum. Af hverju erum við ekki að nota skattpeningana í innviðauppbyggingu?“ spyr Björt. „Mér finnst við vera að hoppa yfir þessa umræðu.“ Nefndin mun fjalla ítarlega um málið og er von á að sú vinna geti tekið talsverðan tíma. Búið er að óska eftir umsögnum um frumvarpið og hafa einstaklingar og lögaðilar 10 daga til stefnu. Nefndin sendi 171 umsagnarbeiðni auk þess sem óskað hefur verið eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Þá munu gestir koma á fund nefndarinnar til að ræða málið.Lilja Rafney Magnúsdóttir, situr í nefndinni fyrir Vinstri græna.Vísir/VilhelmUmræðan á upphafsreitLilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd, segir frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra vera vont. „Það eru flestir á því að málið eins og það er er ekki í lagi og vilja gera breytingar á því. Mismiklar. Ég á von á að málið taki miklum breytingum í nefndinni,“ segir hún. Lilja segir nefndarmenn vera gagnrýna á frumvarpið eins og það sé í dag. Hún er sammála Björt um að ekki sé búið að taka grundvallarumræðuna um hvort eigi að taka gjald og þá af hverjum. „Mér finnst einhvern veginn að menn séu komnir aftur á svolítinn upphafsreit í umræðunni. Menn tala um blandaða leið gistináttagjalds og þá komu- og brottfaragjalds á flugi,“ segir hún. Lilja reiknar með mikilli og erfiðri vinnu við málið fram undan. „Ég held að það sé hæpið að það gerist á næstunni að niðurstaða fáist í þetta mál,“ segir hún. „Það er alveg þvert á flokka mjög mikil gagnrýni á málið eins og það er.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á stöðu náttúrupassanns í atvinnuveganefnd Alþingis. Vísir ræddi við nokkra nefndarmenn fyrir helgi eftir að fyrsti fundur nefndarinnar hafði verið haldinn eftir að málinu var vísað þangað. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, sagðist bjartsýnn á að málið næðist úr nefnd en sagði að það yrði að öllum líkindum breytt frá því sem það er í dag. Aðrir segja að grundvallarumræða um hvort það eigi yfir höfuð að taka gjald af ferðamönnum sé eftir.Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.Vísir/VilhelmFormaðurinn reiknar með breytingumJón segir að málið muni taka breytingum í nefndinni en að það verði afgreitt á tiltölulega skömmum tíma. „Mér finnst vera ákveðinn samhljómur í fólki gagnvart ákveðnum leiðum í þessu þannig að ég geri mér vonir um það að við náum nokkuð víðtækri sátt,“ segir hann. „Það verður þverpólitískur hópur á vegum nefndarinnar sem mun fjalla um þetta mál og hafa samband við hagsmunaaðila og slíkt og sjá hvort að hægt er að lenda þessu í góðri niðurstöðu sem víðtækari sátt getur orðið um.“ Verða gerðar grundvallarbreytingar á frumvarpinu í nefndinni? „Þó að margt í vinnu ráðuneytisins sé mjög gott og sú greiningarvinna sem þar hefur farið fram og yfirferð þá sýnist mér að til að ná betri sátt um þetta, bæði við hagsmunaaðila og innan þingsins, þá þurfi að gera á því nokkrar breytingar,“ svarar hann. Jón segir að innheimtuaðferðin sé stærsta vandamálið og telur hann líklegt að farin verði blönduð leið til að ná víðtækari sátt. Jón segir þó að grundvallaratriðin hafi verið rædd og að flestir séu sammála um að það þurfi að taka gjald af ferðamönnum. „Mér finnst það nú kannski vera stóra atriðið í þessu máli að það eru allir sammála, eða allflestir allavega, og um það er ekki andstaða á mill þings og hagsmunaaðila, um að finna leið þar sem gjaldtaka gæti verið skynsamleg. Þá er það gjaldtaka sem lendir á ferðamönnum með einum eða öðrum hætti,“ segir hann en bætir við að gjaldtakan þurfi að vera hófleg og skila sér beint í þau verkefni sem til er ætlast. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar og fulltrúi í nefndinni.Vísir/AntonVantar skref í ferliðBjört Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er ósammála Jóni og segir að enn eigi eftir að taka umræðu um grundvallarmál varðandi náttúrupassann. „Mér finnst við búin að taka mörg skref í einu. Við byrjum að ræða náttúrupassann og svo er eins og það sé búið að ákveða þar með að fara í einhverja sérstaka gjaldtöku af ferðamönnum,“ segir hún. Hún bendir á að ferðaþjónustan sé stærsta atvinnugreinin og að tekjur af henni séu nú þegar miklar. „Við erum aldrei búin að stoppa og hugsa: Erum við ekki að taka bara nóg gjald af ferðamönnum nú þegar? Þetta er stærsta atvinnugreinin okkar, hvað eru þeir að borga inn í hagkerfið okkar nú þegar? Það er nóg í öðrum greinum. Af hverju erum við ekki að nota skattpeningana í innviðauppbyggingu?“ spyr Björt. „Mér finnst við vera að hoppa yfir þessa umræðu.“ Nefndin mun fjalla ítarlega um málið og er von á að sú vinna geti tekið talsverðan tíma. Búið er að óska eftir umsögnum um frumvarpið og hafa einstaklingar og lögaðilar 10 daga til stefnu. Nefndin sendi 171 umsagnarbeiðni auk þess sem óskað hefur verið eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Þá munu gestir koma á fund nefndarinnar til að ræða málið.Lilja Rafney Magnúsdóttir, situr í nefndinni fyrir Vinstri græna.Vísir/VilhelmUmræðan á upphafsreitLilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd, segir frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra vera vont. „Það eru flestir á því að málið eins og það er er ekki í lagi og vilja gera breytingar á því. Mismiklar. Ég á von á að málið taki miklum breytingum í nefndinni,“ segir hún. Lilja segir nefndarmenn vera gagnrýna á frumvarpið eins og það sé í dag. Hún er sammála Björt um að ekki sé búið að taka grundvallarumræðuna um hvort eigi að taka gjald og þá af hverjum. „Mér finnst einhvern veginn að menn séu komnir aftur á svolítinn upphafsreit í umræðunni. Menn tala um blandaða leið gistináttagjalds og þá komu- og brottfaragjalds á flugi,“ segir hún. Lilja reiknar með mikilli og erfiðri vinnu við málið fram undan. „Ég held að það sé hæpið að það gerist á næstunni að niðurstaða fáist í þetta mál,“ segir hún. „Það er alveg þvert á flokka mjög mikil gagnrýni á málið eins og það er.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira