Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli 11. febrúar 2015 12:11 Össur Skarphéðinsson, Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson. Vísir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“ Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira