Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2015 13:35 Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast hér við. Formaður orðunefndar segir það koma til skoðunar hvort orðunefnd muni ráðleggja stórmeistara fálkaorðunnar, forseta Íslands, að svipta Sigurði rétti til að bera fálkaorðuna. Vísir Guðni Ágústsson segir orðunefnd koma saman á næstunni og þá verði það rætt hvort til greina komi að svipta Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, rétti til að bera fálkaorðuna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Sigurð fálkorðunni í ársbyrjun árið 2007 en Sigurður var í gær dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Guðni Ágústsson. GVADeilir aldrei við dómarann Guðni Ágústsson segir að athygli hans hafi verið vakin á þessu ákvæði. „Þannig að ég hef ekkert um þetta að segja annað en að þegar orðunefnd kemur saman á næstunni þá munum við fara yfir þetta mál og hefur það komið upp áður og hver voru viðbrögðin þá og hvað beri að gera í þessu. Það er bara einfalt af minni hálfu, ég get ekkert annað sagt en að við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni. Hann vildi lítið tjá sig um dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í gær. „Ég deili aldrei við dómarann. Þeir hafa komist að þessari niðurstöðu og ég trúi þeim.“Sigurður EinarssonSigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forseta Ólafur Ragnar og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Þá er rifjað upp að árið 2004 fóru íslensku bankarnir mikinn í kaupum á bönkum víða um heim. „Mikið lá við og bað Sigurður Einarsson forsetann um aðstoð. Forsetinn brást vel við og bauð tveimur stjórnendum Singer & Friedlander sem voru að kanna trúverðugleika Kaupþings í hádegisverð á Bessastöðum til að sannfæra þá um ágæti bankans,“ segir í skýrslunni um Sigurð og Ólaf Ragnar.Ólafur Ragnar skrifaði meðal annars emírnum Hamad Bin Khalifa Al Thani bréf í þágu Sigurðar Einarssonar. Anton Brink. Skrifaði bréf í þágu Sigurðar Í skýrslunni er einnig rifjað upp að árið 2008 skrifaði Ólafur Ragnar bréf í þágu Sigurðar Einarssonar sem Ólafur vísaði meðal annars til sem vinar síns. Eitt bréf sem er rifjað upp í skýrslunni var ritað 22. maí var til emírsins Hamads Bin Khalifa Al Thani í Katar en Ólafur ritaði það í þágu Sigurðar. Hamad er bróðir Mohammads Bin Khalifa Al-Thani sem keypti hlut í Kaupþingi fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum þann 22. september árið 2008 en dómur féll vegna þeirra viðskipta í Hæstarétti í gær þar sem Sigurður var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar. Alþingi Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Guðni Ágústsson segir orðunefnd koma saman á næstunni og þá verði það rætt hvort til greina komi að svipta Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, rétti til að bera fálkaorðuna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Sigurð fálkorðunni í ársbyrjun árið 2007 en Sigurður var í gær dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Guðni Ágústsson. GVADeilir aldrei við dómarann Guðni Ágústsson segir að athygli hans hafi verið vakin á þessu ákvæði. „Þannig að ég hef ekkert um þetta að segja annað en að þegar orðunefnd kemur saman á næstunni þá munum við fara yfir þetta mál og hefur það komið upp áður og hver voru viðbrögðin þá og hvað beri að gera í þessu. Það er bara einfalt af minni hálfu, ég get ekkert annað sagt en að við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni. Hann vildi lítið tjá sig um dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í gær. „Ég deili aldrei við dómarann. Þeir hafa komist að þessari niðurstöðu og ég trúi þeim.“Sigurður EinarssonSigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forseta Ólafur Ragnar og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Þá er rifjað upp að árið 2004 fóru íslensku bankarnir mikinn í kaupum á bönkum víða um heim. „Mikið lá við og bað Sigurður Einarsson forsetann um aðstoð. Forsetinn brást vel við og bauð tveimur stjórnendum Singer & Friedlander sem voru að kanna trúverðugleika Kaupþings í hádegisverð á Bessastöðum til að sannfæra þá um ágæti bankans,“ segir í skýrslunni um Sigurð og Ólaf Ragnar.Ólafur Ragnar skrifaði meðal annars emírnum Hamad Bin Khalifa Al Thani bréf í þágu Sigurðar Einarssonar. Anton Brink. Skrifaði bréf í þágu Sigurðar Í skýrslunni er einnig rifjað upp að árið 2008 skrifaði Ólafur Ragnar bréf í þágu Sigurðar Einarssonar sem Ólafur vísaði meðal annars til sem vinar síns. Eitt bréf sem er rifjað upp í skýrslunni var ritað 22. maí var til emírsins Hamads Bin Khalifa Al Thani í Katar en Ólafur ritaði það í þágu Sigurðar. Hamad er bróðir Mohammads Bin Khalifa Al-Thani sem keypti hlut í Kaupþingi fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum þann 22. september árið 2008 en dómur féll vegna þeirra viðskipta í Hæstarétti í gær þar sem Sigurður var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar.
Alþingi Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17
Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25