Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 ingvar haraldsson skrifar 16. febrúar 2015 13:28 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. vísir/vilhelm Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Þá telur greiningardeildin vísbendingar um að ekkert lát verði á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Vöxturinn á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. „Miðað við þá spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila okkur 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár, sem er um tæpur þriðjungur af þeim 1.200 milljörðum króna sem við reiknum með að heildartekjur vegna vöru- og þjónustuviðskipta við útlönd verði á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka.Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgreinin Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgreinin samkvæmt greiningunni. Íslandsbanki áætlar að útflutningstekjur ferðþjónustu hafi numið 308 milljörðum króna árið 2014 en endanlegar tölur fyrir árið liggja ekki fyrir. Inni í þeirri áætlun eru einnig tekjur íslenskra flugfélaga af því að flytja erlenda farþega, hvort sem það er til og frá Íslandi eða annars staðar í heiminum. Miðað við þetta mat greiningardeildarinnar voru útflutningstekjur þjóðarbúsins vegna ferðaþjónustu 28% umfram útflutningstekjur sjávarútvegsins í fyrra, og 43% umfram tekjur af áliðnaði. Kortavelta útlendinga hér á landi var rúmlega 7,3 milljarðar króna í janúar, sem er aukning upp á rúm 29% frá sama tímabili í fyrra. Kortavelta Íslendinga í útlöndum nam alls 6,4 milljörðum króna. Því var mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og veltu Íslendinga erlendis, jákvæður um 932 milljónir króna. Það er langhagfelldustu útkoma þessa jafnaðar frá upphafi í janúarmánuði. Jöfnuður kortaveltu hefur einungis einu sinni mælst jákvæður áður. Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Þá telur greiningardeildin vísbendingar um að ekkert lát verði á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands í ár. Vöxturinn á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. „Miðað við þá spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila okkur 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár, sem er um tæpur þriðjungur af þeim 1.200 milljörðum króna sem við reiknum með að heildartekjur vegna vöru- og þjónustuviðskipta við útlönd verði á árinu,“ segir í greiningu Íslandsbanka.Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgreinin Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgreinin samkvæmt greiningunni. Íslandsbanki áætlar að útflutningstekjur ferðþjónustu hafi numið 308 milljörðum króna árið 2014 en endanlegar tölur fyrir árið liggja ekki fyrir. Inni í þeirri áætlun eru einnig tekjur íslenskra flugfélaga af því að flytja erlenda farþega, hvort sem það er til og frá Íslandi eða annars staðar í heiminum. Miðað við þetta mat greiningardeildarinnar voru útflutningstekjur þjóðarbúsins vegna ferðaþjónustu 28% umfram útflutningstekjur sjávarútvegsins í fyrra, og 43% umfram tekjur af áliðnaði. Kortavelta útlendinga hér á landi var rúmlega 7,3 milljarðar króna í janúar, sem er aukning upp á rúm 29% frá sama tímabili í fyrra. Kortavelta Íslendinga í útlöndum nam alls 6,4 milljörðum króna. Því var mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og veltu Íslendinga erlendis, jákvæður um 932 milljónir króna. Það er langhagfelldustu útkoma þessa jafnaðar frá upphafi í janúarmánuði. Jöfnuður kortaveltu hefur einungis einu sinni mælst jákvæður áður.
Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira