Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. febrúar 2015 13:44 Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra. Börkur Hrólfsson tók þessa mynd í versluninni við Geysi í gær. Mynd/Börkur Hrólfsson Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra Viator sumarhúsamiðlunar. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Vísir greindi frá þessu í gær. Ekkert lát virðist á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og gæti vöxturinn á þessu ári numið á þriðja tug prósenta. Spurt er hvort ferðaþjónustan sé í stakk búin að taka við þessum fjölda? „Eins og staðan er í dag, nei, í raun og veru ekki,“ segir Pétur. „Helstu náttúruperlur okkar og svæði þar í kring eru komin að þolmörkum og það verður að setja peninga í það að laga aðstæður; bæði til að vernda og bæta aðgengi.“ Góðu fréttirnar eru þær að ferðamannafjöldinn er að dreifast betur yfir árið. „Það er mjög gott því við höfum burði til að taka á móti þessum vaxandi ferðamannafjölda yfir veturtímann.“Verður að setja meira fé í innviðina Á mynd sem leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson tók í gær má sjá troðfullt hús ferðamanna við Geysi (sjá efst í frétt). Börkur hefur verið í bransanum í þrjátíu ár og fullyrðir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð jafnmarga ferðamenn á þessum tíma árs hér á landi. Kollegar hans í stéttinni deili þeirri skoðun. Börkur var staddur í Bláa lóninu um eittleytið í dag þegar Vísir náði að honum tali. Hann sagði fjöldann hreint ótrúlegan og taldi tólf rútur á bílastæðinu og langa röð fólks á leið í og úr lóninu. „Maður skilur þetta ekki og bara hræðist þetta hálfpartið. Hvernig verður sumarið ef þetta verður svona núna?“ spyr Börkur.Börkur HrólfssonHann bætir við að nær ómögulegt verði að fá gistingu í sumar enda sé nú þegar fullbókað víða. Nefnir hann svæðið frá Vík austur á Höfn, umhverfis Mývatn og í raun á öllu Suðurlandinu. Börkur segir álagið í augnablikinu svo mikið að hann verði í raun að slökkva símanum ætli hann að fá frídag. „I'm fully booked these days“ sé hans staðlaða svar. Leiðsögumenn geti í raun valið á milli verkefna eins og sakir standa. „Já. Það eru einfaldlega álagstímar. Þetta eru ekki margir klukkutímar á sólarhring sem er svona álag. Þetta er vegna þess að rútur eru að fara á sama tíma að morgni og þess vegna er ákveðinn þrýstingur á þessu svæði um hádegisbil. Og, þar getum við auðvitað gert betur varðandi skipulagningu. En, það er mjög mikilvægt, ef við ætlum að halda því að varan sem við erum að selja sé góð, að setja peninga í inniviðina. Og það ætti að vera auðvelt, eins og staðan er í dag þá miðað við tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Og miðað við spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár.Pétur Óskarsson.Verður að hugsa markaðssetninguna betur En, hvað um praktísk atriði eins og rútur, vegasjoppur og gistingu, og þar fram eftir götunum? „Já, það er nóg af slíku. Við höfum nóg af tækjum og tólum til að sinna þessu. Ég held að það sé ekki vandamál. Það sem við getum gert betur er að einbeita okkur að markaðssetningu Íslands á svæðum þaðan sem koma ferðamenn sem ferðast meira um landið. Það er mikill þrýstingur hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. En, við vitum það að Mið-Evrópubúar: Svisslendingar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir... það eru ferðamenn sem fara fyrst og fremst út á land þegar þeir koma til Íslands. Við þurfum að hugsa markaðssetninguna okkar betur út frá því hvernig ferðamönnum við getum tekið á móti. Níu mánuði ársins getum við tekið á móti þeim úti á landi. Þar eru innviðir,“ segir Pétur Óskarsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra Viator sumarhúsamiðlunar. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Vísir greindi frá þessu í gær. Ekkert lát virðist á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og gæti vöxturinn á þessu ári numið á þriðja tug prósenta. Spurt er hvort ferðaþjónustan sé í stakk búin að taka við þessum fjölda? „Eins og staðan er í dag, nei, í raun og veru ekki,“ segir Pétur. „Helstu náttúruperlur okkar og svæði þar í kring eru komin að þolmörkum og það verður að setja peninga í það að laga aðstæður; bæði til að vernda og bæta aðgengi.“ Góðu fréttirnar eru þær að ferðamannafjöldinn er að dreifast betur yfir árið. „Það er mjög gott því við höfum burði til að taka á móti þessum vaxandi ferðamannafjölda yfir veturtímann.“Verður að setja meira fé í innviðina Á mynd sem leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson tók í gær má sjá troðfullt hús ferðamanna við Geysi (sjá efst í frétt). Börkur hefur verið í bransanum í þrjátíu ár og fullyrðir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð jafnmarga ferðamenn á þessum tíma árs hér á landi. Kollegar hans í stéttinni deili þeirri skoðun. Börkur var staddur í Bláa lóninu um eittleytið í dag þegar Vísir náði að honum tali. Hann sagði fjöldann hreint ótrúlegan og taldi tólf rútur á bílastæðinu og langa röð fólks á leið í og úr lóninu. „Maður skilur þetta ekki og bara hræðist þetta hálfpartið. Hvernig verður sumarið ef þetta verður svona núna?“ spyr Börkur.Börkur HrólfssonHann bætir við að nær ómögulegt verði að fá gistingu í sumar enda sé nú þegar fullbókað víða. Nefnir hann svæðið frá Vík austur á Höfn, umhverfis Mývatn og í raun á öllu Suðurlandinu. Börkur segir álagið í augnablikinu svo mikið að hann verði í raun að slökkva símanum ætli hann að fá frídag. „I'm fully booked these days“ sé hans staðlaða svar. Leiðsögumenn geti í raun valið á milli verkefna eins og sakir standa. „Já. Það eru einfaldlega álagstímar. Þetta eru ekki margir klukkutímar á sólarhring sem er svona álag. Þetta er vegna þess að rútur eru að fara á sama tíma að morgni og þess vegna er ákveðinn þrýstingur á þessu svæði um hádegisbil. Og, þar getum við auðvitað gert betur varðandi skipulagningu. En, það er mjög mikilvægt, ef við ætlum að halda því að varan sem við erum að selja sé góð, að setja peninga í inniviðina. Og það ætti að vera auðvelt, eins og staðan er í dag þá miðað við tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Og miðað við spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár.Pétur Óskarsson.Verður að hugsa markaðssetninguna betur En, hvað um praktísk atriði eins og rútur, vegasjoppur og gistingu, og þar fram eftir götunum? „Já, það er nóg af slíku. Við höfum nóg af tækjum og tólum til að sinna þessu. Ég held að það sé ekki vandamál. Það sem við getum gert betur er að einbeita okkur að markaðssetningu Íslands á svæðum þaðan sem koma ferðamenn sem ferðast meira um landið. Það er mikill þrýstingur hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. En, við vitum það að Mið-Evrópubúar: Svisslendingar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir... það eru ferðamenn sem fara fyrst og fremst út á land þegar þeir koma til Íslands. Við þurfum að hugsa markaðssetninguna okkar betur út frá því hvernig ferðamönnum við getum tekið á móti. Níu mánuði ársins getum við tekið á móti þeim úti á landi. Þar eru innviðir,“ segir Pétur Óskarsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28
Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58