Segist vera fyrsti einhverfi þingmaðurinn: „Alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 14:52 Sigurður Örn segir ekki nokkurn vafa á að á Alþingi hafi í nútíð og fortíð starfað einstaklingar með allskonar raskanir. GVA/Vilhelm) „Að því sögðu vil ég nota tækifærið og segja að ólíkt flestum ykkar hér inni þá er ég greindur, það er að segja greindur einhverfur,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag þar sem hann gerði Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins að umfjöllunarefni. Hann sagði hlutverk stöðvarinnar að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar en helstu fatlanir barna sem leiða til tilvísunar á greiningarstöðina eru einhverfa, hreyfihömlun og blinda. Hann sagði 300 börnum vísað til greiningarstöðvarinnar á ári en þar af er um sextíu vísað frá árlega vegna þess að stofnunin annar ekki öllum hópum við núverandi aðstæður.Vill verkefni til einkaaðila Hann hvatti Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra til að tryggja með öllum tiltækum ráðum að varnarlausustu einstaklingar landsins fái þá aðstoð sem þeir þurfa jafn snemma og þörf er á, til dæmi með útvistun verkefna til einkaaðila. „Það getur haft mjög mikil áhrif á lífsgæði viðkomandi að bæði greina stöðuna rétt snemma og enn frekar að bregðast við nægjanlega snemma,“ sagði Sigurður Örn og bætti við að endingu að þó hann sé mögulega fyrsti einhverfi þingmaðurinn þá sé ekki nokkur vafi á að bæði í fortíð og nútíð hafi starfað hér fólk með allskonar raskanir. „Og mér sýnist að það sé alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér,“ sagði Sigurður en heyra má ræðu hans hér. Vill bæta kjör þingmanna Sigurður Örn vakti athygli í síðustu viku þegar hann flutti fyrstu ræðu sína á Alþingi en hann gerði kjör og starsumhverfi þingmanna að umtalsefni sínu og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn en þá ræðu má horfa á hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
„Að því sögðu vil ég nota tækifærið og segja að ólíkt flestum ykkar hér inni þá er ég greindur, það er að segja greindur einhverfur,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag þar sem hann gerði Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins að umfjöllunarefni. Hann sagði hlutverk stöðvarinnar að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar en helstu fatlanir barna sem leiða til tilvísunar á greiningarstöðina eru einhverfa, hreyfihömlun og blinda. Hann sagði 300 börnum vísað til greiningarstöðvarinnar á ári en þar af er um sextíu vísað frá árlega vegna þess að stofnunin annar ekki öllum hópum við núverandi aðstæður.Vill verkefni til einkaaðila Hann hvatti Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra til að tryggja með öllum tiltækum ráðum að varnarlausustu einstaklingar landsins fái þá aðstoð sem þeir þurfa jafn snemma og þörf er á, til dæmi með útvistun verkefna til einkaaðila. „Það getur haft mjög mikil áhrif á lífsgæði viðkomandi að bæði greina stöðuna rétt snemma og enn frekar að bregðast við nægjanlega snemma,“ sagði Sigurður Örn og bætti við að endingu að þó hann sé mögulega fyrsti einhverfi þingmaðurinn þá sé ekki nokkur vafi á að bæði í fortíð og nútíð hafi starfað hér fólk með allskonar raskanir. „Og mér sýnist að það sé alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér,“ sagði Sigurður en heyra má ræðu hans hér. Vill bæta kjör þingmanna Sigurður Örn vakti athygli í síðustu viku þegar hann flutti fyrstu ræðu sína á Alþingi en hann gerði kjör og starsumhverfi þingmanna að umtalsefni sínu og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn en þá ræðu má horfa á hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07