Nefndin vill ekki áfengisfrumvarpið þó að meirihluti gæti verið í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 20:46 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarpið ekki vera á leið fyrir þingið. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira