Baráttan um merkingu orðanna í stjórnmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 19:30 Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira