„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 13:20 Mario Draghi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu. Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“ Grikkland Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“
Grikkland Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira