„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 13:20 Mario Draghi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu. Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“ Grikkland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“
Grikkland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent