Vigdís Hauks um pósta Landverndar: „Ég líð ekki svona netárásir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 14:32 Rúmlega 700 póstar hafa verið sendir til þingmanna af einstaklingum í gegnum Landvernd. Vísir „Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur. Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira
„Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur.
Alþingi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira