"Það allra svartasta sem ég hef séð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2015 11:47 Þessa mynd tók nágranni Sigvalda, Ólafur Gauti Sigurðsson. "Staðan hjá honum var slæm , en mun dekkri hjá mér á Hákonarstöðum,“ segir Sigvaldi. vísir/ógs „Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð. Bárðarbunga Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
„Þetta er held ég það allra svartasta sem ég hef séð eftir að fór að bera á mengun úr Holuhrauni. Hún er búin að vera viðvarandi á þessu svæði, en hefur aldrei verið eins mikil og í gær,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi á Hákonarstöðum á Efri-Jökuldal á Austurlandi. Mengun af völdum eldgossins í Holuhrauni hefur verið töluverð víða um land undanfarnar vikur. Hún er sögð meiri en úr öllum iðnaðarborgum Evrópu til samans og hefur valdið ýmsum vandkvæðum.„Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir Sigvaldi glettinn.Sást varla horna á milliMengunin á Efri-Jökuldal var í gær samkvæmt Umhverfisstofnun „óholl“ en hún fór hæst í 7.800 míkrógrömm á sekúndu. Mengunin var það mikil að einkenni af völdum hennar voru líkleg hjá öllum einstaklingum og fólk því hvatt til að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. „Mengunin var náttúrulega komin langt yfir þessi eðlilegu mörk. Það var mikið frost úti, um 16 stig, og stilla. Þetta mætir heitu lofti og ákveðnum raka í loftinu og þá í raun og veru pakkast þetta saman og stigmagnast. Það sást varla horna á milli inni í fjárhúsunum. Eitt þeirra er 20x24 metrar að stærð og í öðru sem er 30 metra langt sást varla stafna á milli,“ segir hann.Lungnavandamál á meðal dýra verði algeng Sigvaldi hefur fundið fyrir einkennum en reynir að halda sig sem mest innandyra. „Fólk finnur fyrir þessu og mér heyrist á fólki að það sé svona næmara fyrir þessu en fyrst þegar þetta var að gerast í haust. Menn eru að fá í hálsinn og sviða í augun. En maður reynir að kynda eins og hægt er og þá verða áhrifin minni.“ Hann segist þó hafa áhyggjur af dýrunum, en hann er með sauðfé á húsi. „Það í raun þarf alltaf að vera að loftræsta og reyna að koma í veg fyrir mengun eins og hægt er, en hún sækir inn í húsin og er oft mest þar. En ég tel að það verði viðvarandi lungnavandamál í ungviðum, sem nú eru til dæmis á fyrsta vetri. Og ég spái því að á næstu árum verði það svo,“ segir Sigvaldi. „Vonandi fer sá í neðra að vera búinn að ljúka sér af og fer að hætta að senda þennan fjanda yfir okkur,“ segir hann að lokum, en samkvæmt sjálfvirkum mælum Umhverfisstofnunar eru loftgæði í dag góð.
Bárðarbunga Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira