Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2014 21:24 Hér má sjá móðuna eins og hún leit út á föstudaginn. Mynd/Edda Kr. Björnsdóttir Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. Á laugardag var hún óvenju mikil. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun og Sóttvarnarlækni segir að há gildi brennisteinsdíoxíð hafi mælst á vöktunarstöðum í Reyðarfirði og loftmyndir hafi bent til að mengun hafi verið meiri í Jökuldal og Fljótsdal. „Þau gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð hér á landi síðan mælingar á mengun hófust á Íslandi nokkuð fyrir 1970,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að búast megi við sambærilegum gildum áfram breytist veður ekki og gangur gossins verður sá sami. Þó þessi gildi séu einstök hér á landi eru sambærileg og jafnvel enn hærri gildi þekkt í stórum iðnaðarborgum samkvæmt tilkynningunni. Miðað við mælingar síðustu daga má búast við að hæstu gildi í byggð, geti verið á bilinu 500 til 1.000 μg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra).Sjúklingar hugi að „Að mati Sóttvarnarlæknis ætti fullfrískt fólk ekki að finna fyrir neinum áhrifum eins og staðan er um þessar mundir en ætti engu að síður að forðast mikla áreynslu utan dyra. Fólk sem er viðkvæmt fyrir eins og börn og fullorðnir með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum eða hjartasjúkdóma getur fundið fyrir óþægindum og ætti að forðast mikla áreynslu. Fólk sem notar innöndunarlyf vegna lungnasjúkdóma gæti þurft að auka lyfjaskammtinn í samráði við sinn lækni.“ Sjúklingum er mikilvægt að huga að því að hafa lyf sín tiltæk. Þá dregur úr áhrifum brennisteinsdíoxíðs að anda í gegnum nef frekar en munn. Þá er mikilvægt að íbúar fylgist með upplýsingum um mengunina þar sem miklar sveiflur geti verið á henni. Vindátt og vindstyrkur eru ráðandi þættir að því gefnu að gosið verði stöðugt. Vegna umhverfisvöktunarinnar í Reyðarfirði eru góðar upplýsingar til þaðan um mengunina. Unnið er að því að koma fyrir mælum víðar, eins og á Egilsstöðum.Mynd/Edda Kr. BjörnsdóttirMynd/Edda Kr. Björnsdóttir
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira