„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2015 15:46 Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. vísir/gva „Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV, á sínum fyrsta degi í nýju starfi. Líkt og kom fram fyrir helgi ákvað stjórn DV ehf. að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. „Það fór fram fínn ritstjórnarfundur í morgun og þar var skipst á skoðunum.“ Eggert segir að hann hafi gert sitt besta til að hreinsa loftið meðal starfsmanna blaðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, gagnrýndi ráðningu Eggerts harðlega í Kastljósþætti í lok síðasta árs og sagði hann þá að hugmyndin um Eggert sem ritstjóra væri búinn að vera aðal brandarinn á ritstjórninni undanfarnar vikur. Rifjuðu Jóhann Páll og kollegi hans, Jón Bjarki Magnússon, upp þegar Eggert var fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV í nóvember. Voru blaðamenn DV þá teknir á tal, hver á fætur öðrum, ef frá er talinn Jóhann Páll. „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir,“ sagði Jóhann Páll í nóvember.Ekki tekist á en skipst á skoðunum „Að sjálfsögðu áttum við hreinskiptnar og góðar umræður og síðan þarf bara tíminn að hjálpa öllum, og verkin að fá að tala.“ Eggert segir að ekki hafi verið tekist beint á á fundinum. „Menn skiptust á skoðunum. Þetta eru ekki skoðanalaus verkfæri, blaðamenn DV, þetta er alvöru fólk.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar breytingar á stefnu DV svaraði Eggert: „Það er rosalega freistandi að segja bara, „já við ætlum að gera þetta allt saman allt öðruvísi“ en hversdagsleikinn er miklu einfaldari. Við munum halda sama striki og stefnum að því að rokka feitt á nýju ári.“ Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
„Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV, á sínum fyrsta degi í nýju starfi. Líkt og kom fram fyrir helgi ákvað stjórn DV ehf. að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. „Það fór fram fínn ritstjórnarfundur í morgun og þar var skipst á skoðunum.“ Eggert segir að hann hafi gert sitt besta til að hreinsa loftið meðal starfsmanna blaðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, gagnrýndi ráðningu Eggerts harðlega í Kastljósþætti í lok síðasta árs og sagði hann þá að hugmyndin um Eggert sem ritstjóra væri búinn að vera aðal brandarinn á ritstjórninni undanfarnar vikur. Rifjuðu Jóhann Páll og kollegi hans, Jón Bjarki Magnússon, upp þegar Eggert var fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV í nóvember. Voru blaðamenn DV þá teknir á tal, hver á fætur öðrum, ef frá er talinn Jóhann Páll. „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir,“ sagði Jóhann Páll í nóvember.Ekki tekist á en skipst á skoðunum „Að sjálfsögðu áttum við hreinskiptnar og góðar umræður og síðan þarf bara tíminn að hjálpa öllum, og verkin að fá að tala.“ Eggert segir að ekki hafi verið tekist beint á á fundinum. „Menn skiptust á skoðunum. Þetta eru ekki skoðanalaus verkfæri, blaðamenn DV, þetta er alvöru fólk.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar breytingar á stefnu DV svaraði Eggert: „Það er rosalega freistandi að segja bara, „já við ætlum að gera þetta allt saman allt öðruvísi“ en hversdagsleikinn er miklu einfaldari. Við munum halda sama striki og stefnum að því að rokka feitt á nýju ári.“
Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39