Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 17:39 Eggert Skúlason var í haust fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV. Vísir/STefán Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Hallgrímur Thorsteinsson, sem verið hefur ritstjóri DV undanfarna mánuði, mun að eigin ósk leiða stefnumótun á sviði talsmálsútvarps á vegum Pressunnar og hefur þegar tekið til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steini Kára Ragnarssyni, framkvæmdastjóra DV.Áður hafði verið greint frá því að Kolbrún yrði ritstjóri en þremur blaðamönnum DV var sagt upp störfum í dag. „Kolbrún er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, hefur unnið sem blaðamaður og yfirmaður menningarmála á Fréttablaðinu, Blaðinu og nú síðast Morgunblaðinu. Þá er hún einn þekktasti bókmenntagagnrýnandi landsins. Eggert er margreyndur fjölmiðlamaður, var um árabil fréttastjóri á Tímanum, ritstjóri Veiðimannsins og svo fréttamaður á Stöð 2 um árabil. Hann hefur síðari ár rekið eigið fyrirtæki á sviði almannatengsla. Hörður hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir viðskiptafréttir sínar fyrir Morgunblaðið.“Frekari breytingar væntanlegar í hagræðingarskyni Þá segir í tilkynningunni að til þess að ná fram skipulagsbreytingum og hagræða í rekstri hafi nokkrum starfsmönnum DV verið sagt upp í dag. Verða ennfremur gerðar breytingar á aðkeyptu efni í hagræðingarskyni. Sé það í samræmi við markmið nýrrar stjórnar DV að félagið verði rekið með hagnaði árið 2015. Næsti útgáfudagur DV er föstudagurinn 9. janúar næstkomandi. Fréttavefurinn dv.is verður þó áfram rekinn allan sólarhringinn eins og verið hefur. Í byrjun nýs árs verða kynntar margvíslegar breytingar á DV sem ætlað er að fjölga áskrifendum og auka lausasölu. Jafnframt verður ráðist í ýmsar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem Dagblaðið Vísir árið 1910. Útgefandi DV er Björn Ingi Hrafnsson og Steinn Kári Ragnarsson er framkvæmdastjóri. Tengdar fréttir Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Sjá meira
Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Hallgrímur Thorsteinsson, sem verið hefur ritstjóri DV undanfarna mánuði, mun að eigin ósk leiða stefnumótun á sviði talsmálsútvarps á vegum Pressunnar og hefur þegar tekið til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steini Kára Ragnarssyni, framkvæmdastjóra DV.Áður hafði verið greint frá því að Kolbrún yrði ritstjóri en þremur blaðamönnum DV var sagt upp störfum í dag. „Kolbrún er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, hefur unnið sem blaðamaður og yfirmaður menningarmála á Fréttablaðinu, Blaðinu og nú síðast Morgunblaðinu. Þá er hún einn þekktasti bókmenntagagnrýnandi landsins. Eggert er margreyndur fjölmiðlamaður, var um árabil fréttastjóri á Tímanum, ritstjóri Veiðimannsins og svo fréttamaður á Stöð 2 um árabil. Hann hefur síðari ár rekið eigið fyrirtæki á sviði almannatengsla. Hörður hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir viðskiptafréttir sínar fyrir Morgunblaðið.“Frekari breytingar væntanlegar í hagræðingarskyni Þá segir í tilkynningunni að til þess að ná fram skipulagsbreytingum og hagræða í rekstri hafi nokkrum starfsmönnum DV verið sagt upp í dag. Verða ennfremur gerðar breytingar á aðkeyptu efni í hagræðingarskyni. Sé það í samræmi við markmið nýrrar stjórnar DV að félagið verði rekið með hagnaði árið 2015. Næsti útgáfudagur DV er föstudagurinn 9. janúar næstkomandi. Fréttavefurinn dv.is verður þó áfram rekinn allan sólarhringinn eins og verið hefur. Í byrjun nýs árs verða kynntar margvíslegar breytingar á DV sem ætlað er að fjölga áskrifendum og auka lausasölu. Jafnframt verður ráðist í ýmsar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem Dagblaðið Vísir árið 1910. Útgefandi DV er Björn Ingi Hrafnsson og Steinn Kári Ragnarsson er framkvæmdastjóri.
Tengdar fréttir Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46 Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28 Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Sjá meira
Sigurður G. eignast hlut í Pressunni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. 30. desember 2014 09:46
Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri "Megi 2014 fokka sér duglega,“ segir blaðakonan María Lilja Þrastardóttir ein þeirra sem missti vinnuna í dag. 30. desember 2014 16:28