Jákvæð umfjöllun um illa meðferð á hestum Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun