Lífshættulegt verkfall lækna Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. desember 2014 07:00 Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun