Helena: Getur verið þreytt að vera alltaf ein Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 07:00 Helena Sverrisdóttir var á dögunum kjörin körfuknattleikskona ársins tíunda árið í röð. vísir/Daníel „Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
„Það er nú enn þá sex gráðu hiti hérna úti,“ segir Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona Íslands, hress og kát þegar blaðamaður tjáir henni að vetur sé skollinn á með látum hér heima. Helena er nýkomin af æfingu þegar Fréttablaðið slær á þráðinn til hennar til Polkowice í Póllandi þar sem hún býr og spilar körfubolta með samnefndu liði. „Mér líkar bara mjög vel hérna,“ segir hún, en Helena er hjá sínu þriðja liði í atvinnumennsku. Fyrst spilaði hún í tvö ár með Good Angels frá Kosice í Slóvakíu, bæ með 260 þúsund íbúa og í fyrra var hún á mála hjá Miskolc í Ungverjalandi, en þar búa 160 þúsund manns. „Þetta er alveg pínulítill bær, minni en Hafnarfjörður,“ segir Helena og hlær, en heimabærinn telur 27 þúsund íbúa á meðan „aðeins“ 22 þúsund búa í Polkowice. „Það er samt stutt að fara í aðrar stórborgir þannig að maður nýtir frídagana í það. Það er borg hérna 15 km frá mér þar sem maður getur fengið allt. Ég vissi ekki að þessi bær væri svona rosalega lítill. Hér eru nokkrar matvörubúðir en maður þarf að fara smá spöl eftir öðru,“ segir Helena um bæinn.Gengið mjög vel Polkowice er fornfrægt lið í Evrópuboltanum og hafði t.a.m. betur gegn Good Angels í Meistaradeildinni þegar Helena spilaði þar. „Þetta er stór klúbbur með mikla hefð, en það voru breytingar á félaginu í sumar,“ segir Helena. „Þetta er lið sem hefur vanalega verið í Meistaradeildinni og að berjast um pólska meistaratitilinn, en það voru miklar fjárhagslegar breytingar hérna og skipt um stjórn. Því var ekki vitað við hverju mætti búast af okkur. En það hefur bara gengið vel hjá liðinu og mér. Ég er að byrja alla leikina,“ segir Helena. Polkowice tapaði óvænt fyrir einu af neðstu liðum deildarinnar um helgina í framlengingu, en í þeim skoraði Helena 23 stig og setti niður sex þriggja stiga skot í sex tilraunum. Liðið er með sjö sigra og þrjú töp í fjórða sæti. „Þetta er alveg nýtt lið hjá okkur. Það eru bara fimm stelpur sem voru hér í fyrra. Þetta var algjört klúður að tapa fyrir þessu liði og vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur,“ segir Helena, sem er sjálf ánægð með eigin frammistöðu. „Ég verð að vera það. Ég er mesti skotmaður liðsins sem er frekar nýtt fyrir mér. Ég er að skjóta ágætlega og fíla mig vel í þessu liði. Ég er í hlutverki sem hentar mér vel.“Þreytt að vera alltaf ein Helena gerði aðeins eins árs samning eins og tíðkast í Evrópukörfuboltanum. „Það er alltaf þessi óvissa með peningamálin. En þetta hefur verið mjög gott hérna og eins og staðan er líður mér vel,“ segir hún, en hvað gerir hún sér til dægrastyttingar í þessum „smábæ“. „Það er voðalega misjafnt. Það eru æfingar á morgnana og aftur síðla dags. Það eru klukkutímarnir þar á milli sem geta verið erfiðir. Maður horfir bara á sjónvarpið eða púslar. Bara eitthvað til að stytta tímann,“ segir hún. Orðrómur var uppi í sumar um að Helena myndi koma heim og spila í Dominos-deildinni, en svo fór ekki. Það er ekki á stefnuskránni hjá henni þótt heimþráin geri stundum vart við sig. „Ég þarf að vera úti til að spila á eins háu stigi og ég get. En ég er búin að vera átta ár í burtu og það tekur á að vera frá fjölskyldu og vinum. Það kitlar alltaf að koma heim kannski í eitt tímabil, en það voru alltaf 90 prósent líkur á að ég yrði áfram úti núna,“ segir Helena sem vill vera atvinnumaður á meðan það er hægt. „Stundum leitar hugurinn heim og maður getur orðið þreyttur á að vera alltaf einn. En svo hugsa ég til stundanna þegar ég var lítil og mig dreymdi um að vera atvinnumaður. Ég bara get ekki gefið þetta upp á bátinn núna,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn