Er þetta hættuspil? Jón Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar