Vegurinn til glötunar Birgir Dýrfjörð skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Leiðarvísar við þjóðvegi eru oft kallaðir vegprestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrirheitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar pólitískt bandalag eða samvinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórnmálaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþáttahatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafnaðarstefnunnar um mannréttindi má því vera ánægt með staðfestu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kynþáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auðveldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kostar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki alltaf öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafnaðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar finnst mér skylt að þakka því fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Leiðarvísar við þjóðvegi eru oft kallaðir vegprestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrirheitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar pólitískt bandalag eða samvinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórnmálaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþáttahatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafnaðarstefnunnar um mannréttindi má því vera ánægt með staðfestu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kynþáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auðveldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kostar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki alltaf öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafnaðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar finnst mér skylt að þakka því fólki.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar