Engin skjöl voru frágengin Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 25. október 2014 07:00 Tilgangur greinar minnar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 var fyrst og fremst sá að koma því á framfæri að láninu var einvörðungu ráðstafað með hagsmuni Kaupþings og viðskiptavina hans að leiðarljósi og engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað vegna lánsins. Það virðist hins vegar hafa vakið mesta athygli fjölmiðla að ég greini frá því að lán Seðlabankans hafi verið veitt áður en lánaskjöl hafi verið útbúin og veðsamningar frágengnir. Seðlabankinn taldi sig hafa ástæðu til að andmæla þeirri fullyrðingu minni með yfirlýsingu sama dag og greinin birtist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel ekki að stjórnendur eða starfsmenn Seðlabankans hafi gerst sekir um umboðssvik við afgreiðslu lánsins. Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun október 2008 og ég held að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans hafi starfað í góðri trú og talið sig vera að vinna innan sinna heimilda og samkvæmt vilja ríkisstjórnar. Enginn ásetningur var um að valda fjárhagstjóni. Stjórnendur og starfsmenn Seðlabankans voru undir miklu álagi nákvæmlega eins og starfsmenn fjölmargra innlendra fjármálafyrirtækja á þessum tíma sem tóku heiðarlegar ákvarðanir þó að e.t.v. megi eftir á finna að því að vikið hafi verið frá verkferlum við afgreiðslu einstakra lánamála.Aldrei kláraður Það er hins vegar óumdeilt að lánið til Kaupþings var veitt án þess að lánasamningur og veðsamningur væru frágengin. Lánið var með öðrum orðum útgreitt og Kaupþingi til ráðstöfunar áður en gengið var endanlega frá þessum skjölum. Það var raunar misminni hjá mér að lánasamningur hafi verið kláraður á næstu dögum eftir útborgun lánsins. Það var aldrei kláraður lánasamningur á milli Kaupþings og Seðlabankans vegna þessa láns. Helsta athugasemd Seðlabankans við skrif mín var sú að bankinn hafi verið búinn að tryggja sér veð í hlutabréfunum í FIH-bankanum í lok viðskiptadags 6. október en þó eftir að lánið hafði verið greitt út. Það kemur mér á óvart að Seðlabankinn líti svo á að veðsetningunni hafi verið að fullu lokið í lok viðskiptadags 6. október. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að stjórn Kaupþings hafði ekki komið saman og samþykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH til Seðlabankans í lok viðskiptadags 6. október. Sá fundur var haldinn um kvöldið 6. október og hófst ekki fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig að starfsmenn lögfræðideilda bankanna hafi haldið áfram að vinna að lokafrágangi veðsetningar hlutanna að morgni 7. október. Ef það er rangt skilið hjá mér að þurft hafi að koma til samþykki stjórnar Kaupþings banka hf. til að tryggja veðsetningu bréfanna og að vinnan sem fór fram 7. október hafi af þeim sökum verið óþörf biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni í greininni í síðustu viku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að gefnu tilefni Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 17. október 2014 06:45 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tilgangur greinar minnar um lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings 6. október 2008 var fyrst og fremst sá að koma því á framfæri að láninu var einvörðungu ráðstafað með hagsmuni Kaupþings og viðskiptavina hans að leiðarljósi og engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað vegna lánsins. Það virðist hins vegar hafa vakið mesta athygli fjölmiðla að ég greini frá því að lán Seðlabankans hafi verið veitt áður en lánaskjöl hafi verið útbúin og veðsamningar frágengnir. Seðlabankinn taldi sig hafa ástæðu til að andmæla þeirri fullyrðingu minni með yfirlýsingu sama dag og greinin birtist. Ég vil taka skýrt fram að ég tel ekki að stjórnendur eða starfsmenn Seðlabankans hafi gerst sekir um umboðssvik við afgreiðslu lánsins. Tímarnir voru óvenjulegir í byrjun október 2008 og ég held að starfsmenn og stjórnendur Seðlabankans hafi starfað í góðri trú og talið sig vera að vinna innan sinna heimilda og samkvæmt vilja ríkisstjórnar. Enginn ásetningur var um að valda fjárhagstjóni. Stjórnendur og starfsmenn Seðlabankans voru undir miklu álagi nákvæmlega eins og starfsmenn fjölmargra innlendra fjármálafyrirtækja á þessum tíma sem tóku heiðarlegar ákvarðanir þó að e.t.v. megi eftir á finna að því að vikið hafi verið frá verkferlum við afgreiðslu einstakra lánamála.Aldrei kláraður Það er hins vegar óumdeilt að lánið til Kaupþings var veitt án þess að lánasamningur og veðsamningur væru frágengin. Lánið var með öðrum orðum útgreitt og Kaupþingi til ráðstöfunar áður en gengið var endanlega frá þessum skjölum. Það var raunar misminni hjá mér að lánasamningur hafi verið kláraður á næstu dögum eftir útborgun lánsins. Það var aldrei kláraður lánasamningur á milli Kaupþings og Seðlabankans vegna þessa láns. Helsta athugasemd Seðlabankans við skrif mín var sú að bankinn hafi verið búinn að tryggja sér veð í hlutabréfunum í FIH-bankanum í lok viðskiptadags 6. október en þó eftir að lánið hafði verið greitt út. Það kemur mér á óvart að Seðlabankinn líti svo á að veðsetningunni hafi verið að fullu lokið í lok viðskiptadags 6. október. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Ein þeirra er sú staðreynd að stjórn Kaupþings hafði ekki komið saman og samþykkt að veðsetja hlutabréfin í FIH til Seðlabankans í lok viðskiptadags 6. október. Sá fundur var haldinn um kvöldið 6. október og hófst ekki fyrr en kl. 20.15. Mig minnir einnig að starfsmenn lögfræðideilda bankanna hafi haldið áfram að vinna að lokafrágangi veðsetningar hlutanna að morgni 7. október. Ef það er rangt skilið hjá mér að þurft hafi að koma til samþykki stjórnar Kaupþings banka hf. til að tryggja veðsetningu bréfanna og að vinnan sem fór fram 7. október hafi af þeim sökum verið óþörf biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni í greininni í síðustu viku.
Að gefnu tilefni Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. 17. október 2014 06:45
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun