Ber að selja Óla Palla? Jakob Frímann Magnússon skrifar 25. október 2014 07:00 Útvarpsgjald var á sínum tíma innleitt í því skyni að renna traustum stoðum undir starfsemi Ríkisútvarpsins (RÚV), eftir að stofnuninni var fyrirvaralaust gert að axla lífeyrissjóðsskuldbindingar er nema milljörðum króna. Einhverra hluta vegna hafa stjórnmálamenn síðan á undanförnum árum tekið til við að verja útvarpsgjaldinu til ýmissa ólíkra verkefna, sem eru allsendis óskyld RÚV. Er það í senn óskiljanlegt og ólíðandi og ber að leiðrétta án tafar. Vanhugsaðar og fjárfrekar byggingarframkvæmdir í Efstaleiti 1 hófust á síðustu öld og er enn vart að fullu lokið. Steinsteypubrölt þetta hefur verið og er enn afar þungur fjárhagslegur baggi á RÚV.Galnar en lífseigar hugmyndir Ríkinu ber að kaupa umrætt hús og gera stofnuninni þannig kleift að losa sig úr lamandi skuldafjötrum og einbeita sér að meginhlutverki sínu sem er að sinna íslenskri dagskrárgerð, varðveislu og skráningu menningarsögu okkar. Þá skal þess eindregið óskað að linna megi síendurteknum bollaleggingum um að selja beri Rás 2. Hún er útbreiddasta útvarpsstöð landsins, sjálf mjólkurkýr útvarpssviðs RÚV sem mestra auglýsingatekna aflar en minnst dagskrárframlög hlýtur. Slíkar vangaveltur eru glórulausar með öllu, leysa engan fjárhagsvanda og eru hrein móðgun við hlustendur Rásar 2 og ekki síður þá skapandi íslensku hryntónlistarmenn sem um áratugaskeið hafa mátt reiða sig á eina ófrávíkjanlega opinbera stoð í öllu sínu starfi, innan lands og utan, Rás 2. Rás 2 hefur staðið með íslenskri útgáfu og tónlistarfólki svo af ber, hefur varpað íslenskri tónlist um árabil til tuga erlendra útvarpsstöðva, skipulagt innlegg Íslands á risamörkuðum á borð við Eurosonic og lagt grunninn að því ótrúlega ævintýri sem sókn íslenskrar tónlistar á erlenda markaði er. Auk þessa hefur stöðin valið sívaxandi fjölda íslenskra laga á spilunarlista sína sem sl. þrjú ár hefur leitt til yfir 50% hlutfalls íslenskrar tónlistar. Á meðan nýgild íslensk hryntónlist, sem dáð er um allan heim, má sætta sig við heil 5% af heildarframlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs í landinu(!), er þeim tilmælum eindregið beint til bæði almennings og stjórnmálamanna að láta Rás 2 hér eftir njóta sannmælis, efla hana og tala upp – ekki niður. Sama gildir um RÚV sem með réttu ber að vera þjóðarspegill sem við getum speglað okkur í með gleði og stolti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Útvarpsgjald var á sínum tíma innleitt í því skyni að renna traustum stoðum undir starfsemi Ríkisútvarpsins (RÚV), eftir að stofnuninni var fyrirvaralaust gert að axla lífeyrissjóðsskuldbindingar er nema milljörðum króna. Einhverra hluta vegna hafa stjórnmálamenn síðan á undanförnum árum tekið til við að verja útvarpsgjaldinu til ýmissa ólíkra verkefna, sem eru allsendis óskyld RÚV. Er það í senn óskiljanlegt og ólíðandi og ber að leiðrétta án tafar. Vanhugsaðar og fjárfrekar byggingarframkvæmdir í Efstaleiti 1 hófust á síðustu öld og er enn vart að fullu lokið. Steinsteypubrölt þetta hefur verið og er enn afar þungur fjárhagslegur baggi á RÚV.Galnar en lífseigar hugmyndir Ríkinu ber að kaupa umrætt hús og gera stofnuninni þannig kleift að losa sig úr lamandi skuldafjötrum og einbeita sér að meginhlutverki sínu sem er að sinna íslenskri dagskrárgerð, varðveislu og skráningu menningarsögu okkar. Þá skal þess eindregið óskað að linna megi síendurteknum bollaleggingum um að selja beri Rás 2. Hún er útbreiddasta útvarpsstöð landsins, sjálf mjólkurkýr útvarpssviðs RÚV sem mestra auglýsingatekna aflar en minnst dagskrárframlög hlýtur. Slíkar vangaveltur eru glórulausar með öllu, leysa engan fjárhagsvanda og eru hrein móðgun við hlustendur Rásar 2 og ekki síður þá skapandi íslensku hryntónlistarmenn sem um áratugaskeið hafa mátt reiða sig á eina ófrávíkjanlega opinbera stoð í öllu sínu starfi, innan lands og utan, Rás 2. Rás 2 hefur staðið með íslenskri útgáfu og tónlistarfólki svo af ber, hefur varpað íslenskri tónlist um árabil til tuga erlendra útvarpsstöðva, skipulagt innlegg Íslands á risamörkuðum á borð við Eurosonic og lagt grunninn að því ótrúlega ævintýri sem sókn íslenskrar tónlistar á erlenda markaði er. Auk þessa hefur stöðin valið sívaxandi fjölda íslenskra laga á spilunarlista sína sem sl. þrjú ár hefur leitt til yfir 50% hlutfalls íslenskrar tónlistar. Á meðan nýgild íslensk hryntónlist, sem dáð er um allan heim, má sætta sig við heil 5% af heildarframlögum ríkis og sveitarfélaga til tónlistarlífs í landinu(!), er þeim tilmælum eindregið beint til bæði almennings og stjórnmálamanna að láta Rás 2 hér eftir njóta sannmælis, efla hana og tala upp – ekki niður. Sama gildir um RÚV sem með réttu ber að vera þjóðarspegill sem við getum speglað okkur í með gleði og stolti.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun