Sérréttindarisinn er með yfirgang Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. september 2014 06:00 Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar