Góð mæting í kröfugöngu þrátt fyrir slæmt veður Þórður Ingi Jónsson skrifar 22. september 2014 07:00 Í kringum 300 manns tóku þátt í göngunni. fréttablaðið/valli „Það gekk rosalega vel og það var rosa góð mæting þrátt fyrir veður,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur, ein þeirra sem héldu utan um Loftslagsgöngu Reykjavíkur sem haldin var í gær en í kringum 300 manns fylktu liði. Gengið var frá Drekasvæðinu svokallaða niður á Austurvöll. Þar var haldinn kröfufundur og þess krafist að gripið yrði til raunverulegra aðgerða til að hefta útblástur gróðurhúsalofttegunda. Gangan er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, Peoples Climate March, en um helgina voru boðaðir yfir 2.700 viðburðir í 160 löndum. Tilefnið er fundur sem Ban Ki-Moon, aðalritari SÞ, hefur boðað til í New York í vikunni. Þar á að liðka um fyrir alþjóðasamkomulagi um minnkaða losun gróðurhúsalofttegunda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn. Þetta er annar kröfufundurinn af þessu tagi sem haldinn hefur verið á landinu en seinast voru mótmæli haldin þegar síðasta sérleyfið til olíuleitar á Drekasvæðinu var veitt en 97 prósent loftslagsvísindamanna eru sammála um að loftslagsbreytingar séu mjög líklega af mannavöldum. Fjölmörg samtök komu að skipulagningu göngunnar svo sem Vefritið Grugg, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Breytendur – Changemaker Iceland. Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
„Það gekk rosalega vel og það var rosa góð mæting þrátt fyrir veður,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur, ein þeirra sem héldu utan um Loftslagsgöngu Reykjavíkur sem haldin var í gær en í kringum 300 manns fylktu liði. Gengið var frá Drekasvæðinu svokallaða niður á Austurvöll. Þar var haldinn kröfufundur og þess krafist að gripið yrði til raunverulegra aðgerða til að hefta útblástur gróðurhúsalofttegunda. Gangan er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, Peoples Climate March, en um helgina voru boðaðir yfir 2.700 viðburðir í 160 löndum. Tilefnið er fundur sem Ban Ki-Moon, aðalritari SÞ, hefur boðað til í New York í vikunni. Þar á að liðka um fyrir alþjóðasamkomulagi um minnkaða losun gróðurhúsalofttegunda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn. Þetta er annar kröfufundurinn af þessu tagi sem haldinn hefur verið á landinu en seinast voru mótmæli haldin þegar síðasta sérleyfið til olíuleitar á Drekasvæðinu var veitt en 97 prósent loftslagsvísindamanna eru sammála um að loftslagsbreytingar séu mjög líklega af mannavöldum. Fjölmörg samtök komu að skipulagningu göngunnar svo sem Vefritið Grugg, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Breytendur – Changemaker Iceland.
Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira