Samgöngustofa – undir einu þaki Þórólfur Árnason skrifar 17. september 2014 07:00 Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftirliti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðlegar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerðir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýtum við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi.Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjómanna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sammála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fagmennska, traust og virðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftirliti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðlegar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerðir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýtum við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi.Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjómanna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sammála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fagmennska, traust og virðing.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun