Utan vallar: Takk, Óli Rafns Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. ágúst 2014 08:00 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, fagnar sæti á EM með liðsfélaga sínum Axel Kárasyni. Vísir/Anton Ísland heldur áfram að vekja heimsathygli í íþróttum fyrir ótrúlegan árangur miðað við stærð og hina víðfrægu höfðatölu. Við höfum undanfarnar vikur fylgst með knattspyrnuliði Stjörnunnar endurskrifa knattspyrnusöguna, aðeins fáeinum mánuðum eftir að karlalandsliðið í knattspyrnu gerði slíkt hið sama og komst í umspil um sæti á HM. Nú er það körfuboltinn sem á sviðið. Karlalandsliðið tryggði sér farseðil á EM 2015 á miðvikudagskvöldið og var ákaft fagnað í fullri Laugardalshöll. Eftir tvo flotta sigra á Bretum og tvo góða leiki gegn firnasterku liði Bosníu tókst það sem margir í körfuboltahreyfingunni héldu að þeir myndu aldrei upplifa: íslenskt landslið á stórmóti. Menn og konur sem hafa verið viðloðandi íþróttina í áratugi leyfðu sér vart að dreyma um að upplifa þennan dag.Ólafur breytti öllu Draumurinn var ævintýralega fjarlægur, og það tengdist ekki bara getu íslenska liðsins. Í flestum íþróttum „slysast“ minni þjóðir reglulega inn á stórmót, en það var ekki gert mögulegt í körfuboltanum á árum áður. Aðeins sextán lið tóku þátt í lokakeppni EM og undankeppninni var skipt í A- og B-deildir. Stóru liðin spiluðu sín á milli um hvaða lið komust í lokakeppnina og minni spámenn fengu að spila innbyrðis um hvaða lið yrði fallbyssufóður fyrir stóru strákana í næstu undankeppni. En þessu breytti einn maður. Þegar Ólafur Rafnsson heitinn, fyrrverandi forseti ÍSÍ, var kjörinn formaður evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe, var það hans fyrsta verk að gera undankeppnina líkari þeim sem þekkist í knattspyrnunni og handboltanum. Þannig var stéttaskiptingunni útrýmt á sögulegum fundi sambandsins í lok maí 2010. Allt í einu máttu minni þjóðirnar eiga von á stórþjóðum í heimsókn. Þetta opnaði ekki bara möguleika þeirra á farseðli á EM, þó leiðin væri að sjálfsögðu áfram erfið, heldur var þetta líka leið til að upphefja körfuboltann um álfuna. Þegar öllu er á botninn hvolft var það þessi breyting, sem Ólafur barðist svo hart fyrir, sem hjálpaði íslenska liðinu á EM. Það var ekki að ástæðulausu að framkvæmdastjóri KKÍ, Hannes S. Jónsson, þakkaði Ólafi heitnum fyrir sitt framlag í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn gegn Bosníu.Ólafur Rafnsson.Vísir/ValliBarðist fyrir sínu Ekki misskilja mig. Leikmennirnir eiga allan heiður skilinn fyrir frammistöðu sína. Hlynur Bæringsson fékk okkur enn og aftur til að efast um að hann væri frá þessari plánetu, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannson stimpluðu sig inn sem stjörnur í liðinu og Jón Arnór Stefánsson… Já, Jón Arnór. Hvað getur maður sagt? En þessir ágætu menn, og öll körfuboltahreyfingin, veit að þessi draumur hefði aldrei orðið að veruleika væri ekki fyrir Ólaf Rafnsson og baráttu hans fyrir opinni undankeppni. Hann sannfærði stórþjóðir í Vestur-Evrópu um ágæti þessarar ákvörðunar og barðist gegn austurblokkinni sem vill ekki sjá það að spila við minnipokamenn eins og Íslendinga. Hann barðist fyrir sínu og breytti landslagi evrópsks körfubolta um aldir alda. Fyrirsögnin hér að ofan vísar til kveðju íslensku þjóðarinnar til eins merkasta íþróttamanns Íslands fyrr og síðar, Ólafs Stefánssonar. Nafni hans, Ólafur Rafnsson, er á sinn hátt einn merkasti starfsmaður íþróttahreyfingarinnar og arfleifð hans er eitthvað sem íslenska þjóðin getur notið saman næsta sumar, þegar strákarnir okkar verða á meðal 24 bestu þjóða heims í lokakeppni Evrópumótsins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Haukur Helgi: Fólk áttar sig ekki á mikilvægi Hlyns Haukur Helgi var svekktur að ná ekki sigri í kvöld í naumu tapi gegn Bosníu og var fullviss um að hefði Hlynur Bæringsson verið með liðinu allan leikinn hefðu þeir náð sigrinum. 27. ágúst 2014 22:48 Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum með íslenska landsliðinu í naumu tapi gegn Bosníu í kvöld var gríðarlega sáttur í leikslok. 27. ágúst 2014 22:41 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Craig: Sérstaklega ánægður fyrir hönd strákanna Craig Pedersen þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta var gríðarlega stoltur af lærisveinum sínum eftir naumt tap gegn Bosníu í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM í fyrsta sinn 27. ágúst 2014 22:44 Lettland sigraði í Rúmeníu | Jákvætt fyrir íslenska liðið Lettland vann 12 stiga sigur á Rúmeníu á útivelli í undankeppni Evrópumótsins(e. Eurobasket) í dag. Sigur Lettlands léttir töluvert pressuna á íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu í kvöld. 27. ágúst 2014 18:00 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Tölfræði Íslands í undankeppninni Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Ísland verður á meðal þátttökuþjóða á EM 2015. 28. ágúst 2014 13:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Ísland heldur áfram að vekja heimsathygli í íþróttum fyrir ótrúlegan árangur miðað við stærð og hina víðfrægu höfðatölu. Við höfum undanfarnar vikur fylgst með knattspyrnuliði Stjörnunnar endurskrifa knattspyrnusöguna, aðeins fáeinum mánuðum eftir að karlalandsliðið í knattspyrnu gerði slíkt hið sama og komst í umspil um sæti á HM. Nú er það körfuboltinn sem á sviðið. Karlalandsliðið tryggði sér farseðil á EM 2015 á miðvikudagskvöldið og var ákaft fagnað í fullri Laugardalshöll. Eftir tvo flotta sigra á Bretum og tvo góða leiki gegn firnasterku liði Bosníu tókst það sem margir í körfuboltahreyfingunni héldu að þeir myndu aldrei upplifa: íslenskt landslið á stórmóti. Menn og konur sem hafa verið viðloðandi íþróttina í áratugi leyfðu sér vart að dreyma um að upplifa þennan dag.Ólafur breytti öllu Draumurinn var ævintýralega fjarlægur, og það tengdist ekki bara getu íslenska liðsins. Í flestum íþróttum „slysast“ minni þjóðir reglulega inn á stórmót, en það var ekki gert mögulegt í körfuboltanum á árum áður. Aðeins sextán lið tóku þátt í lokakeppni EM og undankeppninni var skipt í A- og B-deildir. Stóru liðin spiluðu sín á milli um hvaða lið komust í lokakeppnina og minni spámenn fengu að spila innbyrðis um hvaða lið yrði fallbyssufóður fyrir stóru strákana í næstu undankeppni. En þessu breytti einn maður. Þegar Ólafur Rafnsson heitinn, fyrrverandi forseti ÍSÍ, var kjörinn formaður evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA Europe, var það hans fyrsta verk að gera undankeppnina líkari þeim sem þekkist í knattspyrnunni og handboltanum. Þannig var stéttaskiptingunni útrýmt á sögulegum fundi sambandsins í lok maí 2010. Allt í einu máttu minni þjóðirnar eiga von á stórþjóðum í heimsókn. Þetta opnaði ekki bara möguleika þeirra á farseðli á EM, þó leiðin væri að sjálfsögðu áfram erfið, heldur var þetta líka leið til að upphefja körfuboltann um álfuna. Þegar öllu er á botninn hvolft var það þessi breyting, sem Ólafur barðist svo hart fyrir, sem hjálpaði íslenska liðinu á EM. Það var ekki að ástæðulausu að framkvæmdastjóri KKÍ, Hannes S. Jónsson, þakkaði Ólafi heitnum fyrir sitt framlag í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn gegn Bosníu.Ólafur Rafnsson.Vísir/ValliBarðist fyrir sínu Ekki misskilja mig. Leikmennirnir eiga allan heiður skilinn fyrir frammistöðu sína. Hlynur Bæringsson fékk okkur enn og aftur til að efast um að hann væri frá þessari plánetu, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannson stimpluðu sig inn sem stjörnur í liðinu og Jón Arnór Stefánsson… Já, Jón Arnór. Hvað getur maður sagt? En þessir ágætu menn, og öll körfuboltahreyfingin, veit að þessi draumur hefði aldrei orðið að veruleika væri ekki fyrir Ólaf Rafnsson og baráttu hans fyrir opinni undankeppni. Hann sannfærði stórþjóðir í Vestur-Evrópu um ágæti þessarar ákvörðunar og barðist gegn austurblokkinni sem vill ekki sjá það að spila við minnipokamenn eins og Íslendinga. Hann barðist fyrir sínu og breytti landslagi evrópsks körfubolta um aldir alda. Fyrirsögnin hér að ofan vísar til kveðju íslensku þjóðarinnar til eins merkasta íþróttamanns Íslands fyrr og síðar, Ólafs Stefánssonar. Nafni hans, Ólafur Rafnsson, er á sinn hátt einn merkasti starfsmaður íþróttahreyfingarinnar og arfleifð hans er eitthvað sem íslenska þjóðin getur notið saman næsta sumar, þegar strákarnir okkar verða á meðal 24 bestu þjóða heims í lokakeppni Evrópumótsins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29 Haukur Helgi: Fólk áttar sig ekki á mikilvægi Hlyns Haukur Helgi var svekktur að ná ekki sigri í kvöld í naumu tapi gegn Bosníu og var fullviss um að hefði Hlynur Bæringsson verið með liðinu allan leikinn hefðu þeir náð sigrinum. 27. ágúst 2014 22:48 Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum með íslenska landsliðinu í naumu tapi gegn Bosníu í kvöld var gríðarlega sáttur í leikslok. 27. ágúst 2014 22:41 Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28 Craig: Sérstaklega ánægður fyrir hönd strákanna Craig Pedersen þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta var gríðarlega stoltur af lærisveinum sínum eftir naumt tap gegn Bosníu í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM í fyrsta sinn 27. ágúst 2014 22:44 Lettland sigraði í Rúmeníu | Jákvætt fyrir íslenska liðið Lettland vann 12 stiga sigur á Rúmeníu á útivelli í undankeppni Evrópumótsins(e. Eurobasket) í dag. Sigur Lettlands léttir töluvert pressuna á íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu í kvöld. 27. ágúst 2014 18:00 Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18 Tölfræði Íslands í undankeppninni Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Ísland verður á meðal þátttökuþjóða á EM 2015. 28. ágúst 2014 13:00 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Bosnía 70-78 | Ísland í fyrsta sinn á EM! Ísland er komið á Evrópumeistarmótið í körfuknattleik karla í fyrsta sinn þrátt fyrir 78-70 tap gegn Bosníu í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland hafnar í öðru sæti A-riðils. 27. ágúst 2014 17:29
Haukur Helgi: Fólk áttar sig ekki á mikilvægi Hlyns Haukur Helgi var svekktur að ná ekki sigri í kvöld í naumu tapi gegn Bosníu og var fullviss um að hefði Hlynur Bæringsson verið með liðinu allan leikinn hefðu þeir náð sigrinum. 27. ágúst 2014 22:48
Jón Arnór: Þetta er hátindurinn á ferlinum Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum með íslenska landsliðinu í naumu tapi gegn Bosníu í kvöld var gríðarlega sáttur í leikslok. 27. ágúst 2014 22:41
Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015 Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts. 27. ágúst 2014 22:28
Craig: Sérstaklega ánægður fyrir hönd strákanna Craig Pedersen þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta var gríðarlega stoltur af lærisveinum sínum eftir naumt tap gegn Bosníu í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM í fyrsta sinn 27. ágúst 2014 22:44
Lettland sigraði í Rúmeníu | Jákvætt fyrir íslenska liðið Lettland vann 12 stiga sigur á Rúmeníu á útivelli í undankeppni Evrópumótsins(e. Eurobasket) í dag. Sigur Lettlands léttir töluvert pressuna á íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu í kvöld. 27. ágúst 2014 18:00
Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn. 27. ágúst 2014 21:18
Tölfræði Íslands í undankeppninni Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Ísland verður á meðal þátttökuþjóða á EM 2015. 28. ágúst 2014 13:00