Agi og óvinsælar ákvarðanir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun