Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Bjarki Ármannsson skrifar 11. ágúst 2014 08:30 Útgjöld Landspítala fóru alls 1.685 milljónir króna fram yfir heimildir fjárlaga. Vísir/GVA Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ákveðin atriði í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins koma á óvart. Um tíu stofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir heimild.Vigdís Hauksdóttir.Vísir/PjeturGefa ekki afslátt á markmiðinu „Þetta eru vonbrigði, hvað sumar stofnanir eru að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „En það eru fjórir mánuðir eftir af árinu og ég ætla ekki að fella neinn dóm. Það verður bara að sjá þegar upp er staðið hvernig þetta kemur út.“ Vigdís segir að með níu mánaða uppgjöri, sem út kemur í september, muni staðan skýrast betur. Sumar stofnanir geti þá verið búnar að laga rekstur sinn ef sértekjur eiga eftir að berast þeim á seinni hluta árs. „Annað sem kemur á óvart er að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli fara fram úr,“ segir hún, en útgjöld nefndarinnar fyrri hluta árs námu alls 106 milljónum. „Þegar sparisjóðsskýrslan kom út var okkur sagt að það væri lokagreiðslan.“ Hún segir markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið enn raunhæft, þó til þess þurfi sameiginlegt átak kerfisins alls. „Við gefum ekki afslátt á því,“ segir Vigdís. „Þetta er bara eins og fyrirtæki. Innkoman verður að vera meiri á þessu ári en útgjöldin.“Steingrímur Ari Arason.Vísir/GVARíkisstjórnin þurfi að taka af skarið Þó hefur fjárlaganefnd boðað til fundar í næstu og þar næstu viku vegna stöðunnar. „Við erum að fara að kalla til okkar ráðuneytin þar sem er áberandi mikil framúrkeyrsla,“ segir Vigdís. Hún nefnir Landspítala, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðina í þessu samhengi, en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði meira en nam heimild fyrri hluta árs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir stærstan hluta framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið fyrirséðan í byrjun árs. „Almennt séð er tvennt til ráða. Það er að skerða réttindagreiðslurnar eða að hækka fjárveitinguna,“ segir Steingrímur. „Hvort heldur þú horfir á réttindin eða fjárveitinguna, þá er það ríkisstjórnarinnar að taka af skarið með það,“ segir Steingrímur. Tengdar fréttir Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00 Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53 Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ákveðin atriði í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins koma á óvart. Um tíu stofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir heimild.Vigdís Hauksdóttir.Vísir/PjeturGefa ekki afslátt á markmiðinu „Þetta eru vonbrigði, hvað sumar stofnanir eru að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „En það eru fjórir mánuðir eftir af árinu og ég ætla ekki að fella neinn dóm. Það verður bara að sjá þegar upp er staðið hvernig þetta kemur út.“ Vigdís segir að með níu mánaða uppgjöri, sem út kemur í september, muni staðan skýrast betur. Sumar stofnanir geti þá verið búnar að laga rekstur sinn ef sértekjur eiga eftir að berast þeim á seinni hluta árs. „Annað sem kemur á óvart er að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli fara fram úr,“ segir hún, en útgjöld nefndarinnar fyrri hluta árs námu alls 106 milljónum. „Þegar sparisjóðsskýrslan kom út var okkur sagt að það væri lokagreiðslan.“ Hún segir markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið enn raunhæft, þó til þess þurfi sameiginlegt átak kerfisins alls. „Við gefum ekki afslátt á því,“ segir Vigdís. „Þetta er bara eins og fyrirtæki. Innkoman verður að vera meiri á þessu ári en útgjöldin.“Steingrímur Ari Arason.Vísir/GVARíkisstjórnin þurfi að taka af skarið Þó hefur fjárlaganefnd boðað til fundar í næstu og þar næstu viku vegna stöðunnar. „Við erum að fara að kalla til okkar ráðuneytin þar sem er áberandi mikil framúrkeyrsla,“ segir Vigdís. Hún nefnir Landspítala, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðina í þessu samhengi, en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði meira en nam heimild fyrri hluta árs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir stærstan hluta framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið fyrirséðan í byrjun árs. „Almennt séð er tvennt til ráða. Það er að skerða réttindagreiðslurnar eða að hækka fjárveitinguna,“ segir Steingrímur. „Hvort heldur þú horfir á réttindin eða fjárveitinguna, þá er það ríkisstjórnarinnar að taka af skarið með það,“ segir Steingrímur.
Tengdar fréttir Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00 Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53 Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00
Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53
Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00