Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2014 14:15 VISIR/VILHELM Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal.
Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30