Til hamingju með daginn! Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstaklinga, óháð kynhneigð. Nær daglega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstaklinganna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í áratugi. Hún hefur verið málefnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökkum einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefnilega ekki aðeins fólgin í réttindum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og viðhorfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstaklega þá sem í dag sækja gleðigönguna til að fagna fjölbreytileikanum: Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ein birtingarmynd þess að búa í góðu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi er sá miklu fjöldi sem árlega tekur þátt í gleðigöngunni, sem í dag mun setja fallegan svip á miðborgina. Þar koma saman samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transfólk með fjölskyldum sínum, vinum og stuðningsmönnum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á jöfn tækifæri og réttindi allra. Við Íslendingar getum verið afar stolt af því að búa í samfélagi sem virðir einstaklinga, óháð kynhneigð. Nær daglega lesum við um ofsóknir á hendur samkynhneigðum víða um heim, jafnvel ofsóknir og árásir sem ógna lífi einstaklinganna. Hér á landi fögnum við því hins vegar hversu miklum árangri hefur verið náð í réttindabaráttu samkynhneigðra. Baráttan hér á landi hefur staðið í áratugi. Hún hefur verið málefnaleg, uppbyggileg og drifin áfram af hugrökkum einstaklingum sem hafa aldrei gefist upp á því að berjast fyrir því sem er rétt. Árangurinn sem náðst hefur hér á landi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og er Ísland að verða ákveðin fyrirmynd annarra þjóða í réttindum og viðhorfi til samkynhneigðra. Þessi fyrirmyndarbarátta samkynhneigðra hefur ekki einungis leitt til aukinna réttinda og tækifæra samkynhneigðra, heldur einnig jákvæðra breytinga á hugarfari samfélagsins alls. Réttindi einstaklinga eru nefnilega ekki aðeins fólgin í réttindum sem bundin eru í lög og reglur, heldur einnig í hugarfari og viðhorfi samfélaga. Réttindabarátta samkynhneigðra hefur þannig líka haft mikil og jákvæð áhrif á okkur öll. Samfélagið allt er þannig frjálslyndara og umburðarlyndara vegna baráttu samkynhneigðra fyrir betri heimi. Fyrir það ber að þakka ekki síst með því að halda samstöðunni og baráttunni fyrir jöfnum rétti allra áfram. Því segi ég við alla – og sérstaklega þá sem í dag sækja gleðigönguna til að fagna fjölbreytileikanum: Til hamingju með daginn!
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar