Prófessor í útúrsnúningi Steinþór Skúlason skrifar 4. júlí 2014 07:00 Vegna greinar Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskólann, í Fréttablaðinu 3. júlí þar sem hann leggur út frá grein þar sem vitnað var í undirritaðan er rétt að eftirfarandi komi fram. Bændasamtökin gerðu fyrir nokkrum árum samning við ríkisvaldið um að hluti af stuðningi við sauðfjárrækt væri færður úr beingreiðslum yfir í svokallað gæðastýringarálag. Markmiðið var að stuðla að betri búskaparháttum og betri ímynd sauðfjárræktar. Fram hefur komið að um 93% framleiðslunnar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hefur því tekist mjög vel til að sveigja framleiðsluna að þessum kröfum. Það er Bændasamtakanna að svara fyrir það hvort kröfur gæðastýringar gangi nógu langt í atriðum sem lúta að landvernd eða öðru. Engin beiðni hefur komið fram frá Landssamtökum sauðfjárbænda eða Markaðsráði kindakjöts til Landssamtaka sláturleyfishafa um sérmerkingar vegna gæðastýringar og slíkri beiðni því ekki verið hafnað.Einstaklingsmerkt Undirritaður var spurður um það hvort þetta kjöt væri aðgreint frá öðru kjöti í sláturhúsum landsins. Það hefur ekki verið gert í neinu sláturhúsi svo kunnugt sé. Allt kjöt er einstaklingsmerkt framleiðanda í sláturhúsum svo það er vel framkvæmanlegt að aðskilja þessi 7% sem ekki eru undir gæðastýringu frá öðru kjöti. Það væri þá gert á grundvelli búskaparhátta en ekki þess að vara utan gæðastýringa sé verri í kjöteiginleikum. Kjötmat og eftirlit dýralækna tryggja þau gæði varanna. Það er fráleitt hjá prófessornum og útúrsnúningur að sá tortryggni um gæði hluta lambakjötsframleiðslunnar og gefa í skyn að verið sé að „troða“ lakari vöru í neytendur. Hann á að vita betur. Það er einnig útúrsnúningur að leggja út frá hugsanlegum merkingum. Að sjálfsögðu yrði engin vara merkt „Ekki gæðastýrð“ heldur 93% vörunnar merkt „Gæðastýrð“. Aukinn áhugi almennings á því hvernig vörur verða til er mjög af hinu góða og ber að fagna. Íslenskur landbúnaður byggir á fjölskyldubúum sem eru í góðri sátt við umhverfið og styrkleiki okkar landbúnaðar í samanburði við verksmiðjubúskap víða erlendis. Það er svo í besta falli afar ósmekklegt að prófessorinn í lok greinar sinnar leggi út frá eigin útúrsnúningi og dylgi um slæm viðhorf annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Vegna greinar Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskólann, í Fréttablaðinu 3. júlí þar sem hann leggur út frá grein þar sem vitnað var í undirritaðan er rétt að eftirfarandi komi fram. Bændasamtökin gerðu fyrir nokkrum árum samning við ríkisvaldið um að hluti af stuðningi við sauðfjárrækt væri færður úr beingreiðslum yfir í svokallað gæðastýringarálag. Markmiðið var að stuðla að betri búskaparháttum og betri ímynd sauðfjárræktar. Fram hefur komið að um 93% framleiðslunnar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hefur því tekist mjög vel til að sveigja framleiðsluna að þessum kröfum. Það er Bændasamtakanna að svara fyrir það hvort kröfur gæðastýringar gangi nógu langt í atriðum sem lúta að landvernd eða öðru. Engin beiðni hefur komið fram frá Landssamtökum sauðfjárbænda eða Markaðsráði kindakjöts til Landssamtaka sláturleyfishafa um sérmerkingar vegna gæðastýringar og slíkri beiðni því ekki verið hafnað.Einstaklingsmerkt Undirritaður var spurður um það hvort þetta kjöt væri aðgreint frá öðru kjöti í sláturhúsum landsins. Það hefur ekki verið gert í neinu sláturhúsi svo kunnugt sé. Allt kjöt er einstaklingsmerkt framleiðanda í sláturhúsum svo það er vel framkvæmanlegt að aðskilja þessi 7% sem ekki eru undir gæðastýringu frá öðru kjöti. Það væri þá gert á grundvelli búskaparhátta en ekki þess að vara utan gæðastýringa sé verri í kjöteiginleikum. Kjötmat og eftirlit dýralækna tryggja þau gæði varanna. Það er fráleitt hjá prófessornum og útúrsnúningur að sá tortryggni um gæði hluta lambakjötsframleiðslunnar og gefa í skyn að verið sé að „troða“ lakari vöru í neytendur. Hann á að vita betur. Það er einnig útúrsnúningur að leggja út frá hugsanlegum merkingum. Að sjálfsögðu yrði engin vara merkt „Ekki gæðastýrð“ heldur 93% vörunnar merkt „Gæðastýrð“. Aukinn áhugi almennings á því hvernig vörur verða til er mjög af hinu góða og ber að fagna. Íslenskur landbúnaður byggir á fjölskyldubúum sem eru í góðri sátt við umhverfið og styrkleiki okkar landbúnaðar í samanburði við verksmiðjubúskap víða erlendis. Það er svo í besta falli afar ósmekklegt að prófessorinn í lok greinar sinnar leggi út frá eigin útúrsnúningi og dylgi um slæm viðhorf annarra.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun