Ekki kjósa! Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 …nema vera hundrað prósent viss um að þú fáir meira vald eftir kosningar.Af hverju ætti fólk að hafa áhuga á pólitík? Ekki hafa þessi áhuga á því:1. Kona á miðjum aldri. Í láglaunastarfi allt sitt líf. Heyrir talað um skólamál og orkuveitur. Hvað kemur það henni við? Það er ríka fólkið sem á landið og það mun aldrei breytast.2. Ungur, barnlaus karl að flosna upp úr námi. Alinn upp af foreldrum sem höfðu engan tíma fyrir hann, það þurfti að vinna svo mikið. Þessi pólitík er drasl. Maður sofnar um leið og þetta opnar munninn.3. Ekkill á hjúkrunarheimili. Hann var fluttur nauðungarflutningum af því þorpið hans var „óhagkvæmt“. Enginn talar við hann nema á meðan honum er rúllað fram til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Ætla pólitíkusarnir að heilsa upp á hann?4. Einstæð móðir í leiguhúsnæði. Tvö yngri börnin geta ekki verið í leikskólanum, bæturnar duga ekki til. Henni er fokk sama um pólitík, hún hefur aldrei séð neitt af viti koma úr þeirri átt.5. Forsjárlaus pabbi á fertugsaldri. Á sakaskrá vegna stuldar þegar hann var virkur fíkill. Er hættur í ruglinu en fær ekki stuðning til að fóta sig aftur í samfélaginu. Pólitíkusar hafa engan áhuga á hans högum.6. Ungir foreldrar. Á leiðinni til Noregs til þess að ala börnin upp langt í burtu frá öfum og ömmum. Þótt þau séu ekki með iðnmenntun hafa þau meiri möguleika á sæmilegu lífi þar en hér. Kjósa? Gleymdu því.7. Hreyfihömluð móðir unglings. Hefur ekki orku til að vera í þessari 75% vinnu sem þarf til að sækja sér þau fáu úrræði sem kerfið býður. Unglingurinn fær ekki ný föt, farsíma eða spjaldtölvu sem jafngildir félagslegri útskúfun. Kjósa? Til hvers. Af hverju ætti fólk að kjósa? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Ef við notum ekki þennan lýðræðislega rétt, þótt lítill sé, þá tryggjum við endanlega óbreytt ástand. Kjósum fólk sem gefur engan afslátt af valdeflingu og lýðræðisumbótum. Pólitíkin sem ég gekk til liðs við heitir Píratar. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa valdið til þín. Kjóstu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
…nema vera hundrað prósent viss um að þú fáir meira vald eftir kosningar.Af hverju ætti fólk að hafa áhuga á pólitík? Ekki hafa þessi áhuga á því:1. Kona á miðjum aldri. Í láglaunastarfi allt sitt líf. Heyrir talað um skólamál og orkuveitur. Hvað kemur það henni við? Það er ríka fólkið sem á landið og það mun aldrei breytast.2. Ungur, barnlaus karl að flosna upp úr námi. Alinn upp af foreldrum sem höfðu engan tíma fyrir hann, það þurfti að vinna svo mikið. Þessi pólitík er drasl. Maður sofnar um leið og þetta opnar munninn.3. Ekkill á hjúkrunarheimili. Hann var fluttur nauðungarflutningum af því þorpið hans var „óhagkvæmt“. Enginn talar við hann nema á meðan honum er rúllað fram til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Ætla pólitíkusarnir að heilsa upp á hann?4. Einstæð móðir í leiguhúsnæði. Tvö yngri börnin geta ekki verið í leikskólanum, bæturnar duga ekki til. Henni er fokk sama um pólitík, hún hefur aldrei séð neitt af viti koma úr þeirri átt.5. Forsjárlaus pabbi á fertugsaldri. Á sakaskrá vegna stuldar þegar hann var virkur fíkill. Er hættur í ruglinu en fær ekki stuðning til að fóta sig aftur í samfélaginu. Pólitíkusar hafa engan áhuga á hans högum.6. Ungir foreldrar. Á leiðinni til Noregs til þess að ala börnin upp langt í burtu frá öfum og ömmum. Þótt þau séu ekki með iðnmenntun hafa þau meiri möguleika á sæmilegu lífi þar en hér. Kjósa? Gleymdu því.7. Hreyfihömluð móðir unglings. Hefur ekki orku til að vera í þessari 75% vinnu sem þarf til að sækja sér þau fáu úrræði sem kerfið býður. Unglingurinn fær ekki ný föt, farsíma eða spjaldtölvu sem jafngildir félagslegri útskúfun. Kjósa? Til hvers. Af hverju ætti fólk að kjósa? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Ef við notum ekki þennan lýðræðislega rétt, þótt lítill sé, þá tryggjum við endanlega óbreytt ástand. Kjósum fólk sem gefur engan afslátt af valdeflingu og lýðræðisumbótum. Pólitíkin sem ég gekk til liðs við heitir Píratar. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa valdið til þín. Kjóstu!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar