Ekki kjósa! Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 …nema vera hundrað prósent viss um að þú fáir meira vald eftir kosningar.Af hverju ætti fólk að hafa áhuga á pólitík? Ekki hafa þessi áhuga á því:1. Kona á miðjum aldri. Í láglaunastarfi allt sitt líf. Heyrir talað um skólamál og orkuveitur. Hvað kemur það henni við? Það er ríka fólkið sem á landið og það mun aldrei breytast.2. Ungur, barnlaus karl að flosna upp úr námi. Alinn upp af foreldrum sem höfðu engan tíma fyrir hann, það þurfti að vinna svo mikið. Þessi pólitík er drasl. Maður sofnar um leið og þetta opnar munninn.3. Ekkill á hjúkrunarheimili. Hann var fluttur nauðungarflutningum af því þorpið hans var „óhagkvæmt“. Enginn talar við hann nema á meðan honum er rúllað fram til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Ætla pólitíkusarnir að heilsa upp á hann?4. Einstæð móðir í leiguhúsnæði. Tvö yngri börnin geta ekki verið í leikskólanum, bæturnar duga ekki til. Henni er fokk sama um pólitík, hún hefur aldrei séð neitt af viti koma úr þeirri átt.5. Forsjárlaus pabbi á fertugsaldri. Á sakaskrá vegna stuldar þegar hann var virkur fíkill. Er hættur í ruglinu en fær ekki stuðning til að fóta sig aftur í samfélaginu. Pólitíkusar hafa engan áhuga á hans högum.6. Ungir foreldrar. Á leiðinni til Noregs til þess að ala börnin upp langt í burtu frá öfum og ömmum. Þótt þau séu ekki með iðnmenntun hafa þau meiri möguleika á sæmilegu lífi þar en hér. Kjósa? Gleymdu því.7. Hreyfihömluð móðir unglings. Hefur ekki orku til að vera í þessari 75% vinnu sem þarf til að sækja sér þau fáu úrræði sem kerfið býður. Unglingurinn fær ekki ný föt, farsíma eða spjaldtölvu sem jafngildir félagslegri útskúfun. Kjósa? Til hvers. Af hverju ætti fólk að kjósa? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Ef við notum ekki þennan lýðræðislega rétt, þótt lítill sé, þá tryggjum við endanlega óbreytt ástand. Kjósum fólk sem gefur engan afslátt af valdeflingu og lýðræðisumbótum. Pólitíkin sem ég gekk til liðs við heitir Píratar. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa valdið til þín. Kjóstu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
…nema vera hundrað prósent viss um að þú fáir meira vald eftir kosningar.Af hverju ætti fólk að hafa áhuga á pólitík? Ekki hafa þessi áhuga á því:1. Kona á miðjum aldri. Í láglaunastarfi allt sitt líf. Heyrir talað um skólamál og orkuveitur. Hvað kemur það henni við? Það er ríka fólkið sem á landið og það mun aldrei breytast.2. Ungur, barnlaus karl að flosna upp úr námi. Alinn upp af foreldrum sem höfðu engan tíma fyrir hann, það þurfti að vinna svo mikið. Þessi pólitík er drasl. Maður sofnar um leið og þetta opnar munninn.3. Ekkill á hjúkrunarheimili. Hann var fluttur nauðungarflutningum af því þorpið hans var „óhagkvæmt“. Enginn talar við hann nema á meðan honum er rúllað fram til að sitja fyrir framan sjónvarpið. Ætla pólitíkusarnir að heilsa upp á hann?4. Einstæð móðir í leiguhúsnæði. Tvö yngri börnin geta ekki verið í leikskólanum, bæturnar duga ekki til. Henni er fokk sama um pólitík, hún hefur aldrei séð neitt af viti koma úr þeirri átt.5. Forsjárlaus pabbi á fertugsaldri. Á sakaskrá vegna stuldar þegar hann var virkur fíkill. Er hættur í ruglinu en fær ekki stuðning til að fóta sig aftur í samfélaginu. Pólitíkusar hafa engan áhuga á hans högum.6. Ungir foreldrar. Á leiðinni til Noregs til þess að ala börnin upp langt í burtu frá öfum og ömmum. Þótt þau séu ekki með iðnmenntun hafa þau meiri möguleika á sæmilegu lífi þar en hér. Kjósa? Gleymdu því.7. Hreyfihömluð móðir unglings. Hefur ekki orku til að vera í þessari 75% vinnu sem þarf til að sækja sér þau fáu úrræði sem kerfið býður. Unglingurinn fær ekki ný föt, farsíma eða spjaldtölvu sem jafngildir félagslegri útskúfun. Kjósa? Til hvers. Af hverju ætti fólk að kjósa? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Ef við notum ekki þennan lýðræðislega rétt, þótt lítill sé, þá tryggjum við endanlega óbreytt ástand. Kjósum fólk sem gefur engan afslátt af valdeflingu og lýðræðisumbótum. Pólitíkin sem ég gekk til liðs við heitir Píratar. Við skuldbindum okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa valdið til þín. Kjóstu!
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar